Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 126
Ó l ö f Þ ó r h i l d u r Ó l a f s d ó t t i r 126 TMM 2016 · 2 Hin, í rauninni hún sjálf, er þessi með kvíðahreiðrið, þessi sem kom áðan dragandi töskuna inn á hótelherbergið. En kannski er þetta dálítið flóknara. Þegar hún situr og horfir á sig í speglinum er hún ekki að hugsa um þetta, því það er ekki fyrr en löngu síðar að hún skilur þetta með spegilmyndina og sjálfa sig. Hún gerir sér ekki enn grein fyrir að til þess að gera allt sem hún þarf að gera og lifa af verður hún að fara út úr sjálfri sér, loka sjálfið inni og trekkja spegilmyndina upp svo hún geti farið af stað. Í augnablikinu, á hótelherberginu, eru hún og spegilmyndin dálítið blandaðar, eins og ljóst og dökkt deig sem hefur verið hrært saman, eins og í marmaraköku. Hún minnist þess skyndilega að hafa heyrt vændiskonur segja að meðan þær voru í vinnunni sinni við að tæma úr karlmönnum og hleypa þeim inn í hin ýmsu göt á líkama sínum urðu þær að fara út úr sjálfum sér, annars hefðu þær ekki getað lifað niðurlæginguna af. Þessa tilfinningu skilur hún fullkomlega. Það er margt sem ekki er hægt að gera nema með því að fara út úr sjálfum sér, bæði það sem er leiðinlegt og það sem er mjög erfitt. Þá væri heldur ekki hægt að þola neitt, ekkert ofbeldi sem maður verður óhjákvæmi- lega fyrir í lífinu. Til þess að lifa af verður maður líka að kunna að segja ósatt, að ljúga, henni hefur aldrei fundist það vera synd þó að hún viti að hún hafi gert of mikið af því um ævina. Lygi er oft sönn. Stundum hefur hún logið til að sýnast merkilegri en hún er, stundum til að losna við erfiðleika, en aldrei bara til að ljúga, hún er ekki svo ómerkileg. Lygin er synd ef maður trúir að guð sé til en það hefur hún ekki gert síðan hún var unglingur og ýtti þeim karlfauski út úr höfði sínu. Það er ekkert verra að ljúga en að þegja yfir ein- hverju, og er ekki sagt að oft megi satt kyrrt liggja? Verra en að ljúga er að særa einhvern, að vera vondur af ásettu ráði, það veit hún eftir að hún lenti einu sinni í einelti og losnaði einmitt út úr því með dálítilli sannri lygi. Sumu fólki finnst gott að særa aðra, því þá finnst því það sjálft verða merkilegra, nýtur sín í grimmdinni. Það hefur hún vitað frá því að hún var barn. Hvað segir spegilmyndin í dag? Þegar hún horfir á sig í svarta bolnum og brosir framan í sig, sér hún að það er allt í lagi með andlit og skrokk, hún er ekki of þreytuleg þrátt fyrir langa ferð í rútu, flugvél og annarri rútu og að lokum langt labb með ferðatösku. Hún getur ekki orðið betri en þetta, það er bara svona, þýðir ekkert að reyna að vera fallegri og betri. Þegar hún verður búin að lesa yfir ræðuna og laga hana til ætlar hún að hátta snemma og reyna að sofa eins vel og hún getur. Kannski taka svefntöflu, það þýðir minni áhættu. Hún hefur alltaf svefntöflur með sér. Á morgun verður hún að standa sig, eins og alltaf þegar hún er á ferðalögum, og reyndar hvar sem hún er. Í þessu tilfelli er það ekki aðeins ræðan sem verður að vera góð, heldur verður hún líka að vera fullkomin á meðan hún stjórnar fundinum. Muna eftir að hrósa öllum fyrir það sem þær og þeir hafa sagt, og bæta ein- hverju við frá eigin brjósti svo að þau beri öll virðingu fyrir henni og átti sig á því hvað hún er klár og vel að sér. Þessu hvíslar hún að spegilmyndinni, því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.