Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 13
B r é f S i g u r ð a r N o r d a l s t i l N ö n n u
TMM 2016 · 2 13
og hafa í mestum metum sem við
getum ekki fengið.“ (Dagbók 3/7
1916).
Í bréfi frá miðjum ágúst 1916 segir
Sigurður frá því að hann ætli næst
að ferðast til Genfar, og ef það takist
ekki, þá til Parísar, en gerir ekki
lengur ráð fyrir að Nanna fylgi með.
Hann vill lesa franskar bókmenntir,
lítur á sjálfan sig sem heimsborgara
og einstaklingshyggjumann og telur
sig sem slíkan geta leitt Íslendinga
fram á veginn. Hann segir stoltur
frá því að hið íhaldssama og þjóð-
ernissinnaða skáld Valdemar Rør-
dam hafi lýst honum sem „mælsk-
asta leiðtoga hins nýja Íslands“ (17/8
1916). Nokkrum dögum seinna er
hann gramur vegna þess að Nanna
hefur brugðið honum um „sjálf-
hverfa smámunasemi“. Hann er að þroskast; þessi þroski er honum nauðsyn-
legur eins og hann hefur sagt í fyrri bréfum og Nanna hefur áður viðurkennt
þessa þrá hans eftir æðri markmiðum. Hann vill ekki hugsa um skilnað
enn sem komið er og hann hrósar henni fyrir að henni hafi tekist að skilja
við börnin sín eftir sumardvölina án þess að gráta. Jóhanna, unga íslenska
stúlkan sem hann, Nönnu til armæðu, hafði sýnt áhuga fyrr um sumarið,
virðist nú vera kafli sem hann hefur lokað: hún var „falleg melódía“ sem
hann vildi læra, skrifar hann, en nú hefur hann greinilega lært hana og er
orðinn leiður á henni.
Hann verður ekki jafn auðveldlega leiður á Nönnu en heldur áfram að
skrifa henni oft. Um haustið 1916 byrjar hún að vinna sem kennari í Stokk-
hólmi og aflar sér tekna þannig að hún er ekki jafn háð stuðningi Teodors.
Auk þess er hún búin að læra nógu mikla íslensku til þess að hún ætlar
að byrja að þýða íslenskar fagurbókmenntir. Sigurður stingur upp á því í
bréfi þann 30/9 1916 að hún þýði verk eftir Einar Hjörleifsson Kvaran sem á
þessum tíma var álitinn einn af fremstu höfundum Íslands og sem Sigurður
þekkti úr æsku, er hann dvaldi á prestsetri föður Einars. Nanna vill gjarnan
taka að sér þýðingar og byrjar að leita samninga um að þýða skáldsögu
Einars Sálin vaknar.
Sigurður hefur nú fengið hinn svokallaða Hannesar Árnasonar-styrk sem
fól í sér að hann ætti að kynna sér heimspeki og sálfræði erlendis og koma
síðan heim til Íslands og halda fyrirlestra um það sem hann hefði lært. Hann
segir Nönnu frá því að hann sé að lesa Fröding og að hann haldi áfram að
Sigurður Nordal áður en hann kvæntist
Nönnu.