Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 80
80 TMM 2016 · 2 Hjalti Þorleifsson Átthagaskáldið Guðmundur G. Hagalín Um nokkur verk Guðmundar G. Hagalíns frá millistríðsárunum í samhengi átthagabókmennta Því verður ekki neitað að umræða um verk rithöfundarins Guðmundar G. Hagalíns (1898–1985) hefur í gegnum tíðina litast af þeim pólitísku umbrotum sem vettvangur bókmennta og lista hérlendis var altekinn af bróðurpart síðustu aldar. Hagalín var lengi virkur í stjórnmálastarfi, sat í bæjarstjórn Ísafjarðar á fjórða og fimmta áratugnum fyrir Alþýðuflokkinn og leit á sig sem félagshyggjumann.1 Róttækari menn töldu hann aftur á móti frekar íhaldssaman, létu að því liggja að samkennd hans með verkalýðnum risti grunnt, mátu lítils aðdáun hans á sjálfstæðum og atorkusömum ein- staklingum og hentu jafnvel gaman að.2 Kristinn E. Andrésson (1901–1973), ritstjóri Tímarits Máls og menningar, var á meðal þeirra en í grein árið 1940 dró hann í efa bókmenntalegt gildi skáldsögunnar Sturla í Vogum (1938) eftir Hagalín og taldi útgáfu hennar hluta af meintu markmiði borgara- legra afla í landinu „[…] að ala upp sem heimskasta lesendur […].“3 Að hans mati var ætlunin að tefla höfundinum og þessu riti hans fram gegn Hall- dóri Laxness (1902–1998) og Sjálfstæðu fólki (1934–1935) sem honum virtist fjarstæðukennt. Reyndar höfðu aðrir dvalið við augljós líkindi aðalpersóna bókanna, til að mynda Steindór Steindórsson frá Hlöðum sem haft hafði á orði að „[…] þeirri hugsun [yrði] tæpast varizt, að Sturla [… væri] fram kominn sem einskonar svar gegn Bjarti.“4 Í Íslenskri bókmenntasögu IV er Jón Yngvi Jóhannsson bókmennta- fræðingur á því að í pistli Kristins séu dregnar „menningarpólitískar víg- línur“ þessa tíma sem hafi jafnvel mótað umfjöllun um sum verka Hagalíns til frambúðar. Kristinn hafi óhikað gefið til kynna að íslenskt bókmenntalíf samanstæði af átökum tveggja andstæðra póla þar sem Laxness og Hagalín væru merkisberar hvor síns hópsins.5 Flokkadrættir á meðal rithöfunda voru staðreynd og brutust til að mynda fram í dagsljósið í deilum um aðferðir við úthlutun listamannalauna sem hæst stóðu um miðjan fimmta áratuginn. Fór svo að árið 1945 fylktu nokkrir höfundar sér að baki Hagalín, þeirra á meðal Elínborg Lárusdóttir (1891–1973), Davíð Stefánsson (1895–1964) og Kristmann Guðmundsson (1901–1983), sögðu skilið við Rithöfundafélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.