Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 83
Á t t h a g a s k á l d i ð G u ð m u n d u r   G . H a g a l í n TMM 2016 · 2 83 verið að festa í sessi í Þriðja ríkinu. Á meðal sameiginlegra áhersluatriða má sem dæmi nefna ákafa lotningu fyrir starfi bóndans og á hinu náttúrulega, tignun sjálfstæðrar héraðsmenningar, sannfæringu um órjúfanlegt samband genginna og núlifandi kynslóða við jörðina og sveitina auk réttmætis fyrir- komulags óðalsréttarins.14 Þessi vensl eru vægast sagt margslungin og mikilvægt að haft sé í huga að rætur átthaga- og sveitadýrkunar liggja ekki í nasisma millistríðsáranna. Þær hugmyndir eru mun eldri og auk þess var áköf þjóðernishyggja langt í frá bundin við róttæklinga á hægri væng stjórnmálanna. Fræðimenn hafa á umliðnum árum fjallað talsvert um þær sterku þjóðernishugsjónir sem ein- kenndu íslenskt samfélag á fyrstu áratugum 20. aldar sem mun hafa verið að talsverðu leyti í samræmi við það sem átti sér stað í nágrannalöndum.15 Bent hefur verið á að nasisminn sem stjórnmálahreyfing hafi aldrei átt upp á pallborðið hér en þrátt fyrir það hafi afmarkaðir hlutar úr hugmyndafræði hans notið brautargengis svo sem kynþáttahyggja, dulhyggja og efasemdir um víðtækt lýðræði og eðli verkalýðsbaráttu. Þegar nasismanum fór að vaxa fiskur um hrygg í Þýskalandi í upphafi fjórða áratugarins voru samt sem áður fáir málsmetandi menn hérlendis tilbúnir að lýsa yfir stuðningi við hann. Verk hinna ýmsu rithöfunda þar sem greina má einhvern snefil af fyrrnefndum hugmyndatengslum verða því seint við hann kennd.16 Að sama skapi er út í hött að ætla Aakjær eða Hagalín fylgispekt við öfgahreyfingar og má útkljá það með vísun í þau mannúðlegu lífsviðhorf sem þeir báðir til- einkuðu sér og skína víða í gegn í skrifum þeirra.17 Eining fólks og náttúru í nokkrum verkum Hagalíns Guðmundur G. Hagalín var fæddur að Lokinhömrum í Arnarfirði árið 1898 og ólst þar upp við hefðbundin störf til sjós og lands. Á fullorðinsárum var hann alllengi búsettur á Ísafirði þar sem hann gegndi starfi bæjarbókavarðar samhliða þátttöku í stjórnmálum en eftir seinna stríð hélt hann að mestu til á höfuðborgarsvæðinu. Sem ungur maður hafði hann sótt skóla og unnið sem blaðamaður í Reykjavík, verið fjögur ár á Seyðisfirði sem ritstjóri Austur- lands og dvalist í Noregi við fyrirlestrahald og fleira á árunum 1924–1927.18 Hann lést á Akranesi árið 1985. Þegar kom að efnisvali í ritverk stóðu átthagarnir fyrir vestan honum ávallt nærri. Í annarri bók sinni, sagnasafninu Strandbúum frá árinu 1923, lýsti hann því yfir í inngangsorðum að hann hefði „[…] ósjálfrátt í huga Vestfirði, vestfirzka lífernisháttu, og vestfirzkt lundarfar […]“19 við sagna gerð sína. Takmark hans var fólgið í að endurspegla raunverulegt líf alþýðu fólks í vestfirskum sveitum og á þeim grundvelli lagði hann sig meðal annars fram við að fanga þann talsmáta sem hann taldi héraðslegt sér kenni. Margir töldu hér um tiktúrur að ræða og gagnrýndu hann óspart fyrir afkáralegt og jafnvel útlenskulegt orðfæri. Kristinn E. Andrésson hélt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.