Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 32
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 32 TMM 2016 · 2 Hvenær vildirðu verða rithöfundur? Þegar ég skrifaði aðra ljóðabókina bærðist með mér sú hugsun að ég ætti ef til vill að leggja inn skilaboð í þennan belg: bókmenntirnar, og hóf þá starfsemina með 90 sýnum. Fyrstu ljóðabækurnar bara komu en með þriðju bókinni hafði átt sér stað meðvituð ákvörðun. Hefur eitthvað eitt tímabil mótað þig meira en önnur? Veit ekki en ég er frekar seinþroska og eftir fertugt finnst mér ég hafi fengið betri fjarvídd, sennilega er það algengt hjá fólki, og þó, veit það ekki. Ég vona að í ellinni komi enn betra perspektíf, þegar maður verði laus undan öllum hormónadómi brjótist úr púpunni fiðrildi. Auðvitað hægfara, gleymið og gigtveikt en fiðrildi samt. Ég hef lesið mikið af bókum eftir gamalt frjálst fólk og held að ellin sé annað stökk sem sumir eiga í vændum. Myndirðu geta lýst í fáum orðum hvernig fyrsti eini og hálfi áratugur þess- arar aldar birtist þér? Í ný-frjálshyggjunni varð siðrof sem við erum að súpa seyðið af út um allan heim. Efnahagskreppan er líka menningar- og tilvistarkreppa. Eftir aldamót ríkti manískt ástand hjá betur megandi ríkjum með gengdarlausri rányrkju á náttúru og fátæku fólki í fjarlægum álfum. Næmt fólk í þessum oflætisríkjum var farið að skynja alræðisástand þar sem stjórnmálamenn voru í taumi peningaafla og skuldugur lýðurinn í neysluvímu átti að klappa í takt við hækkandi hlutabréfaverð og fyrir kostunaraðilum. Sá sem talaði niður hlutabréfin fékk ekki framgang, hafði takmarkaðan vettvang eða nýtti hann ekki vegna félagspressunnar. Eftir bankahrunið er enn reynt að viðhalda þessu siðlausa hagkerfi. Hrunið hefur þó gegnumlýst svikavefinn svo hann hefur tapað trúverðugleika. Eldri kynslóð er hagsmunabundin en unga fólkið mótmælir hátt á torgum en það er valdalaust. Ótti minn er sá að loddarar með fagurgala á vör muni stela uppreisninni, nýta sér reiðina. Muni búa til óvin úr nágranna okkar til að sameinast gegn svo að upp rísi óspilltur heimur. Walter Benjamin sagði einhvern tímann að á bak við upp- gang fasisma væri alltaf mislukkuð uppreisn. Við þráum farveg vonar og skynsemi og ég er það sólskinsfífl að skynja nokkur slík teikn á lofti. En fíkn hinna fáu sem eiga flest virðist aukast, þau vilja meira, það sjást fá tákn um að þau langi til að skila eignum eða gefa, draga úr og hætta auð- söfnun, þau virðast þyrsta í fleiri eignir, í fleiri vasa, ná til sínum nýjum jörðum. Og við sjáum það gerast í beinni útsendingu: jörðinni er kippt undan fólki. Þessi fíkn er ekki viðurkenndur sjúkdómur eins og aðrar fíknir sem eyða gæfunni og þó er auðsöfnunarfíknin að eyðileggja jörðina, eða hvað? Já, það er svo margt sem passar ekki inn í þetta hagvaxtarmódel sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.