Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 14
L a r s L ö n n r o t h 14 TMM 2016 · 2 læra frönsku, þar sem hann langar helst að komast til Parísar, en gerir sér grein fyrir því að stríðið muni koma í veg fyrir það. Þess í stað stefnir hann á að ferðast til Englands og kannski til Sviss eða Noregs (4/9). Þó óttast hann að við núverandi kringumstæður sé hann hvergi velkominn „vegna þess að ég anga ennþá af Þýskalandi“ (30/9). Hann segir einnig frá því (4/9) að hann hafi í Tívolí hitt „heillandi, næstum ójarðneska“ unga íslenska konu sem er kölluð Olla, Nanna hefur greinilega kynnst henni líka. Þetta er raunar Ólöf Jónsdóttir, sem mörgum árum seinna verður seinni eiginkona Sigurðar og móðir barna hans. Ekkert í bréfinu gefur þetta þó til kynna. Á hinn bóginn segir hann frá því (30/9) að hann hafi lokið við smásöguna Spekinginn, sögu af ungum vel lesnum Hafnarstúdent sem verður ástfanginn af giftri konu og dregst inn í átakan- legan og auðmýkjandi ástarþríhyrning (sem er að vissu leyti hliðstæður þríhyrningnum Sigurður – Nanna – Teodor). Hann er líka – skrifar hann (9/9) – byrjaður á langri ritgerð um Einlyndi og marglyndi, sem smám saman þró ast yfir í þá heimspekilegu fyrirlestraröð sem hann flytur tveimur árum seinna í Reykjavík þegar hann er fluttur þangað. Af öðrum bréfum til Nönnu þetta haust má sjá að Sigurður hittir íslensku höfundana Jóhann Sigurjónsson og Gunnar Gunnarsson (4/12). Sjálfur les hann Oscar Wilde, Fleurs du Mal eftir Baudelaire og aðrar „dekadensbók- menntir“ (14/9, 16/9, 23/9). Hann vill ekki lengur lesa Karlfeldt en gjarnan Ola Hansson (13/12), höfund sem fellur betur að nýkviknuðum áhuga hans á módernisma og dekadens. Hann segir líka að samband þeirra Nönnu hafi eftir giftinguna þróast þannig að þau láti hvort öðru líða illa. Nanna vill að hann sé sami Bö og hann var áður en hann vill þroskast. Hún vill ekki að hann snúi aftur til Englands en það verður hann að gera. Nú gildir að horfa fram á veginn, ekki líta um öxl til þess sem var. „Þú elskar mig en ást þín er afbrýðisöm og þú hatar mig sem upphaf ógæfu þinnar“ (13/12). Hann vill vera vinur hennar, skrifar hann, en skilur ekki biturð hennar. Sjálfur er hann uppfullur af framtíðaráformum. Af ritgerðinni miklu um Einlyndi og marglyndi eru tilbúnar 165 síður. Aðfangadagskvöldi jóla eyðir hann hjá Sigfúsi og Björgu, en hann er líka boðinn til Jóhannesar Kjarvals sem býr í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Í janúar 1917 fer Sigurður til Englands þótt hann kvíði sjóferðinni mikið. Hann lítur svo á að hann sé laus undan hjónabandinu við Nönnu og óskar þess að hún sé sama sinnis, en þykir vænt um hana sem „mína litlu vinu og stórusystur“ (3/1, 8/1). Til Englands kemst hann þrátt fyrir erfiða ferð yfir Norðursjóinn og þann 25/1 hefur hann komið sér fyrir í Oxford. Um vorið og sumarið halda þau áfram að skrifast á en því miður virðast mörg bréfanna hafa glatast þegar þýskir kafbátar sökktu skipum sem báru þau. Nanna lýkur við þýðingu sína á Sálin vaknar eftir Einar Kvaran, líklega með aðstoð Bjargar, en henni reynist erfitt að finna sænskan útgefanda sem vill gefa hana út. Um þetta leyti brennur Sigurður af starfslöngun og áformar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.