Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 53
A l þ ý ð u h r e y f i n g a r , ú t ó p í u r o g t á l s ý n t í ð a r a n d a n s
TMM 2016 · 2 53
skotar til tilfinninga þess, vona þess og ótta, þá munu þeir sem leita lausna í
liðinni, þekktri fortíð hafa undirtökin. Fortíðarhyggja samfara sterkri þjóð-
ernisstefnu leiðir okkur til baka í enn óöruggari, ójafnari og varhugaverðari
heim, hvort heldur sem sá heimur verður fátækari, ríkari eða svipaður og nú.
Þessar slitróttu hugleiðingar hófust jafnframt á stuttri umfjöllun um
nýfrjálshyggjuna. Um og eftir síðustu aldamót tókum við Íslendingar hana
í sérstakt dekurfóstur, sem framtíðarsýn okkar; var boðskapurinn þó ekki
óþekktur áður. Á liðlega 20 ára tímaskeiði mótaði hún samfélag okkar og
hugsunarhátt sterkar en flestra annarra þjóða í álfunni. Það er okkar nútími.
En nýfrjálshyggjan varir ekki að eilífu. Hún er þrátt fyrir allt tímabundið
fyrirbæri. Hvað tekur við af henni? Verður það einhvers konar einokunar
kapítalismi, þar sem hnattrænar fjármálastofnanir ráða för – eða róttæk
félagshyggja á grunni blandaðs hagkerfis, þar sem gangverk markaðarins,
hefur verið stokkað upp? Það fer mikið eftir því hvernig efnahag heimsins
muni reiða af. Hver sem auðlegð heimsins verður, hljóta jafnaðarmenn að
taka þátt í því að móta þá framtíð. Gefa þjóðum heims nýja sýn, nýja von.
Boðskapur nýfrjálshyggjunnar hefur vissulega haft áhrif á sýn okkar til
samfélagsins. En það er ekki sú sýn sem útópían lofaði okkur endur fyrir
löngu – sem var að gera okkur nútímabörn að frjálsum einstaklingum í sam-
félagi jafnaðar og réttlætis; í samfélagi mótuðu af samhyggju.
„Ég á enn ósótta tösku í Berlín,“ söng Marlene Dietrich eftir að hún flutti
til Ameríku.
Víða liggja ósóttar töskur fullar af fyrirheitum um réttlátari, öruggari og
jafnari heim. Taka þarf upp úr þeim, því fyrirheitin skuldbinda. Jafnaðar-
menn – hvar sem þeir búa – hafa þar sérstökum skyldum að gegna.
Erindi flutt í fyrirlestraröð vegna 100 ára afmælis Alþýðuflokksins í Iðnó, laugar-
daginn 2. apríl 2016.