Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 53
A l þ ý ð u h r e y f i n g a r , ú t ó p í u r o g t á l s ý n t í ð a r a n d a n s TMM 2016 · 2 53 skotar til tilfinninga þess, vona þess og ótta, þá munu þeir sem leita lausna í liðinni, þekktri fortíð hafa undirtökin. Fortíðarhyggja samfara sterkri þjóð- ernisstefnu leiðir okkur til baka í enn óöruggari, ójafnari og varhugaverðari heim, hvort heldur sem sá heimur verður fátækari, ríkari eða svipaður og nú. Þessar slitróttu hugleiðingar hófust jafnframt á stuttri umfjöllun um nýfrjálshyggjuna. Um og eftir síðustu aldamót tókum við Íslendingar hana í sérstakt dekurfóstur, sem framtíðarsýn okkar; var boðskapurinn þó ekki óþekktur áður. Á liðlega 20 ára tímaskeiði mótaði hún samfélag okkar og hugsunarhátt sterkar en flestra annarra þjóða í álfunni. Það er okkar nútími. En nýfrjálshyggjan varir ekki að eilífu. Hún er þrátt fyrir allt tímabundið fyrirbæri. Hvað tekur við af henni? Verður það einhvers konar einokunar kapítalismi, þar sem hnattrænar fjármálastofnanir ráða för – eða róttæk félagshyggja á grunni blandaðs hagkerfis, þar sem gangverk markaðarins, hefur verið stokkað upp? Það fer mikið eftir því hvernig efnahag heimsins muni reiða af. Hver sem auðlegð heimsins verður, hljóta jafnaðarmenn að taka þátt í því að móta þá framtíð. Gefa þjóðum heims nýja sýn, nýja von. Boðskapur nýfrjálshyggjunnar hefur vissulega haft áhrif á sýn okkar til samfélagsins. En það er ekki sú sýn sem útópían lofaði okkur endur fyrir löngu – sem var að gera okkur nútímabörn að frjálsum einstaklingum í sam- félagi jafnaðar og réttlætis; í samfélagi mótuðu af samhyggju. „Ég á enn ósótta tösku í Berlín,“ söng Marlene Dietrich eftir að hún flutti til Ameríku. Víða liggja ósóttar töskur fullar af fyrirheitum um réttlátari, öruggari og jafnari heim. Taka þarf upp úr þeim, því fyrirheitin skuldbinda. Jafnaðar- menn – hvar sem þeir búa – hafa þar sérstökum skyldum að gegna. Erindi flutt í fyrirlestraröð vegna 100 ára afmælis Alþýðuflokksins í Iðnó, laugar- daginn 2. apríl 2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.