Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 11
B r ý r o g h i m n a r TMM 2018 · 2 11 Kvæði, vertu húsaskjól hugbresta minna. Vertu þeim háborg vígi iðrunarklefi. Líði af heiðum lækur um gólfið þvert. („Bæn“, Urðargaldur, Ritsafn, 470) Svona ljóð koma af og til fyrir í bókum Þorsteins, eintal sálarinnar eða kannski öllu heldur bæn skáldsins sem beinist að sköpunaraflinu hið innra, sem stundum hefur verið kennt við „guðsröddina í brjóstinu“. Svona yrkja meistarar; í fáum öruggum dráttum svo að úr verður fögur smíð þar sem sér- hver meitluð lína vísar á stærra og meira. Við getum staldrað ögn við ljóðið því að þar er svo margt samankomið af einkennum Þorsteins, og sýnir líka að þegar hér var komið var hann tekinn að einfalda ljóðmál sitt nokkuð. Ljóðið er nokkurs konar þríliða (þrjú „erindi“), þar er einföld myndhverfing, þar er stuðlun en frjálsleg þó og þar er teflt saman mannvirkjum og frjálsri náttúru. Þetta ljóð fjallar um það svæði sem skáldið skapar sér þegar ort er. Skáldið er hér að innrétta ljóðheim sinn, og biður þess að hann sé í senn fagur og víður (háborg) og sparlegur, þröngur (iðrunarklefi) en líka „vígi“; þetta er svæði til að hylla og varðveita verðmæti (háborg), deila á óréttlæti og berjast (vígi) og iðka óvægna sjálfskoðun (iðrunarklefi). En forsendan fyrir því að lífvænlegt verði er auðvitað að lækur renni af heiðum þar um gólf. *** Síðasta ljóðabók Þorsteins frá Hamri heitir Núna. Þannig snýr skáldið góð- látlega á þá lesendur sína sem alltaf voru að tala um að hann væri með allan hugann við hið liðna. Um leið er hann búinn að gera skáldlegt orð úr nokk- urn veginn eins útjöskuðu hvunndagsorði og hugsast getur. Það er í anda þess hvernig Þorsteinn leitaðist á seinni árum við að einfalda ljóðmál sitt, gera það tærara, hvað varðar orðfæri, myndir og vísanir. Bókin opnast eins og hann iðkaði stundum í síðustu verkum sínum á skáletruðu ljóði sem þjónar sem nokkurs konar greinargerð. Það hefst á þessum orðum: „Ljóð okkar, þau eru líðan okkar hverju sinni, / og hafa sér til afbötunar að hugsanlega finni / aðrir fyrir einhverju svipuðu um líkt leyti.“ (Núna, 2016). Bókin og þær myndir sem þar eru dregnar upp – eins og margar af bókunum í þessum lokasköp- unarspretti skáldsins – lýsa þrá eftir því að lifa til fulls augnablikið – vera – og einmitt núna: „enn er ég / hægt og seint / að verða til“ eins og segir með nokkuð tvíræðum hætti í ljóðinu „Á leiðinni“ í bókinni Allt kom það nær, 2011, en „að verða til“ getur líka þýtt í gömlu máli að deyja. En seinasta bók skáldsins heitir sem sagt Núna. Og seinustu síðurnar í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.