Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 14
H a l l f r í ð u r J . R a g n h e i ð a r d ó t t i r 14 TMM 2018 · 2 Hallfríður J. Ragnheiðardóttir „En er hún fer …“ Erindi flutt á Leirubakka 19. maí 2017 í tilefni af 80 ára afmæli Davíðs Erlingssonar1 „Ég ætla að tala um Brísingamen,“ sagði ég við læriföður minn, Davíð Erlings son, þegar hann bauð mér í afmælishófið sitt. „Það líst mér á,“ ansaði hann. „Mér finnst þú eigir að taka Brísingamen í botn!“ Tilsvarið var mjög í anda Davíðs. Mér er til efs að margir hugsuðir hafi komist nær botninum í viðfangsefnum sínum en hann. Ég tók þessi orð hans sem áskorun. En til þess að komast til botns í Brísingameni þarf ég að hafa Freyju með í för, því Brísingamen var eignað henni. Mynd sænska listamannsins Anders Zorn af Freyju (sem prýðir kápu þessa tímaritsheftis) sýnist nokkuð ljóslega innblásin af lýsingu Snorra Sturlusonar: „En er hún fer, þá ekur hún köttum tveim og situr í reið.“2 Þetta ræð ég af kattarhöfðunum sem prýða armana á sæti gyðjunnar. Freyja er hér þó ekki að fara neitt, heldur situr hún í stól í hofi sínu eða skemmu. Förin er með öðrum orðum huglæg. Það er völvan Freyja sem er uppspretta andargiftar listamannsins og viðfangsefni. Árið sem ég útskrifaðist úr íslenskudeildinni gaf ástsælt skáld mér silfur- hálsmen í draumi og lét silfurlyklahring fylgja með. Ég skildi það svo að mitt væri að finna lykilinn. Brísingamen Freyju kom mér strax í hug. Í M.A. ritgerðinni hafði ég tæpt á Gullveigu og Heiði í neðanmálsgrein og haft á orði að ef ég ætti eftir að skrifa doktorsritgerð myndi hún fjalla um þær. Ég hafði raunar engin slík áform í huga en yfirlýsingin var vísbending um tökin sem þær stöllur höfðu náð á mér. Heiður er algengt heiti á völvum í fornum sögum og er á Völuspá að skilja að völvur hafi verið líkamningar Gullveigar í mannheimum. Þótt ég hafi ekki skilið það þá kom þessi draumur inn í líf mitt líkt og til að minna mig á að ég ætti verk óunnið. Einu heillegu frásögnina af því hvernig Freyja öðlaðist menið er að finna í Sörlaþætti og hún hljóðar í hnotskurn svona: Freyja kemur að steini sem stendur opinn. Inni fyrir eru fjórir dvergar að smíða gullmen. Hún dregst að meninu, hana langar í það og hún býður fram gull og silfur og góða gripi. Dvergunum finnst hún að sama skapi hrífandi og vilja þá borgun eina að hún sofi sína nóttina hjá hverjum þeirra. Hún lætur að ósk þeirra og kemur til baka í skemmu sína með hnossið.3 Í aðdragandanum að för Freyju inn í steininn er lýst styrk hennar og óskor-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.