Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 25
U n d a n h l a u p TMM 2018 · 2 25 þá byrjaði ég að hlaupa. Mig langar að skálda í eyðurnar og segja að eitt- hvert afl togi mig áfram þegar ég hleyp, og ég fylgi nauðug eftir. Þvert á móti. Ég byrja einfaldlega, því fylgir ekki eftirvænting eða skelfing eða nauð; ég vil hlaupa, mér líður eins og ég ráði ferðinni, að ég geti stoppað hvenær sem er. Hélt áfram, fram og til baka, rannsakaði smáatriðin, hljóp nokkrar ferðir þar sem ég starði upp í loftið eða skimaði um gólfið, rósetturnar voru allar eins, gólffjalirnar allar eins, gluggakarmarnir allir jafnlúnir og flagnandi. Hlaupið byrjaði aldrei á sama stað en ég hljóp alltaf yfir miðjuna sjálfa. Í einhverjum ferðum hló ég eins og vitleysingur, skríkti og kastaðist áfram, hugsaði um kerlinguna á neðri hæðinni sem sat undir dynkjunum í mér. Eftir aðrar ferðir stirðnaði ég af skelfingu, fékk í magann, handviss um að það væri draugur á miðjum ganginum, einhver sem fylgdist með mér. Núna sit ég við skrifborðið og skrifa þér þetta langa bréf. Axlirnar stífar og upptrekktar. Mér er illt í hálsinum. Hugurinn er ekki tengdur hendinni. Orðin skrifa sig sjálf. Ég er hérna og annars staðar. Get ekki hlaupið þennan gang aftur. Ekki aftur. Ekki aftur. Ekki aftur. Veit ekki hvert ég myndi fara ef ég gæti manað mig upp í að hlaupa hann einu sinni enn. Hótelið er löngu lokað. Ég er bíllaus. Það er óveður. Verð bara að halda áfram að skrifa. Það er eina leiðin til þess að gleyma hræðslunni sem fylgir þegar él strýkur rúðu eða vindurinn syngur háa nótu eða þegar skuggi hreyfir vegg. Fékk mér þrjá banana í kvöldmat og nú finn ég skrítna svitalykt gjósa upp úr kokinu á mér. Tannburstinn er við eldhúsvaskinn. Ég veit ekki hvort er verra, að hafa ganginn bjartan eða dimman. Rofinn er hérna við skrifborðið og ég kveiki og slekk á víxl. Fyrrverandi varð reiður þegar ég varð myrkfælin. Fyrst fannst honum það krúttlegt þegar ég hljóp inn í svefnherbergi, hentist upp rúm, límdi iljarnar við sköflunginn á honum. Svo fór hann að verða pirraður á öllu sem ég gerði – yfir því að vera vakinn á nóttunni eftir martraðir, beðinn um að fylgja mér niður til að sækja vatn. Það var á slíkri nótt sem ég skildi að við ættum ekki að vera saman. Ég þorði ekki niður og var mjög þyrst. Ég hugsaði: Hver sækir ekki vatn fyrir þann sem hann elskar? Svo rann það upp fyrir mér: Þessi maður elskar mig ekki. M.t.t. hlaupa og húsa þá er skilnaðurinn eins og hús með mörgum tveggja dyra herbergjum. Eins og hús ömmu og afa. Við hlupum hring
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.