Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 27
U n d a n h l a u p TMM 2018 · 2 27 spiluðu borðspil í föðurlandslegum hlýklæðnaði. Ég sagði að þetta væri neyðartilfelli, ég yrði að komast út úr bænum, og stelpan í afgreiðslunni var svo indæl að hringja nokkur símtöl. Síðan sagði hún mér að það væri ófært, bæjarbúum skipað að halda sér heima. En húsið er reimt, sagði ég og sá á svip hennar hvernig ég kom fyrir sjónir. Þá benti hún mér á prestinn sem gæti kannski hjálpað mér. Maggi prestur. Hún hringdi í hann. Maggi prestur hljómaði eins og banda- rískur kúreki í símann og ég hugsaði strax að þetta hlyti að vera einn af þessum prestum með Harley-Davidson dellu. Hann var með liðugan talanda og fullvissaði mig um að enginn hefði búið í húsinu fyrr en í kringum 2002, eftir að það var gert upp. Og nei, enginn hefði dáið síðan þá, þó svo að Dúa á neðri hæðinni ætti líklega stutt eftir. (Eða hann sagði reyndar „ettir“.) Sumsé ólíklegt að óværu mætti finna í húsinu, eða draug, en hann gæti vel trúað því að þar leyndist orka eftir fyrri íbúa. Hreyfing sem væri föst á tilteknum stað. Hann þekkti dæmi af því að fólk sogaðist inn í látnar venjur sem væru misstraumþungar eftir mann- eskjum. T.d. vissi hann af ungri stelpu í þorpinu sem vaknaði alltaf á slaginu sex í húsi kærasta síns. Kannski hafði hlaupið verið vani hjá gamla kaupmanninum, eða hjá einhverju af börnunum hans? Þú hefur heyrt um tregðulögmálið? spurði hann síðan. Þetta er alveg eins, bætti hann við. Máttu tala svona? spurði ég og bætti við: Þú veist, sem prestur. Hann hló og sagði mér að hringja aftur („attur“) ef ég yrði ómöguleg. En ég er ómöguleg. Blessuð vertu, það er ekkert að óttast. Fáðu þér kakó. Kjaftaðu við túristana. Ég sat lengi á hótelinu og reyndi að rifja upp hvort orkan hefði verið mér óvinveitt. Þú veist hvernig ég er, leyfi hlutunum að marínerast í langan tíma og sting þeim svo allt í einu inn í ofn, eins og þegar ég sagði upp í bókabúðinni – ég var búin að fresta og fresta því að hætta og allt í einu var ég komin út á götu í einhverju havaríi, búin að segja upp og labba út af miðri vakt. Sama gerðist þarna, ég rankaði semsagt við mér í miðjum blindbyl að klöngrast yfir snjó í átt að húsinu, núna man ég ekki hvort ég hafi borgað fyrir kaffið en í öllu falli efast ég um að hafa þakkað fyrir hjálpina. Kerlingin tók sinn tíma í að koma til dyra. Ég stóð í þröngum stiga- ganginum og varð hugsað til þín, hvað þú myndir segja í þessum aðstæðum. Þegar hún sá mig harðnaði svipurinn og hakan hækkaði en hún sagði ekki neitt. Augun voru stór eins og í sel, neðri augnlokin héngu slöpp, eins og þau hefðu geymt eitthvað þungt alla ævi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.