Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 28
F r í ð a Í s b e r g 28 TMM 2018 · 2 Helvítis læti voru þetta í gær. Fyrirgefðu. Ég áttaði mig ekki á þessu. Það hlýtur að vera eitthvað fast í þér, sagði hún svo og haltraði frá opnum dyrunum. Ég tók því sem merki um að mér væri óhætt að ganga í bæinn. Einhver hnútur, andvarpaði hún (reiðilega) án þess að útskýra neitt frekar og setti ketil á eldavélina. Ég barðist við óþolinmæðina yfir sér- viskunni í henni. Þetta var tilgerðarleg sérviska. Að haga sér eins og spá- kona eða bollakerling og predika svona yfir mér. Síðan hallaði hún sér upp að vaskinum og starði stíft á mig. Höfuðið á henni dúaði aðeins, eins og hún væri með mjög væga taugaveiki. Þá mundi ég að presturinn hafði sagt mér nafnið hennar. Dúa. Séra Magnús sagði að ég hefði sogast inn í einhverja orku, sagði ég. Eitthvað hefur það verið. En þú getur ekki hætt? Svo virðist ekki vera. Þannig að þú spólar bara eins og dekk í drullu, sagði hún. Slök húðin sveiflaðist til undir hökunni. Geturðu ímyndað þér hvað gæti setið svona í þér? Ég veit það ekki. Ég missti bróður minn. Hún leit út um gluggann. Langt síðan? spurði hún. Fjögur ár. Og ertu enn að syrgja? Ergin búin að mildast aðeins. Nei, ég er búin að syrgja hann, svaraði ég. En? Við vorum tvíburar. Kerlingin hellti í tvo tebolla (með tepokum, ekki spádómslaufum) og rétti mér annan. Síðan settist hún niður á móti mér. Hendurnar hertu og losuðu takið á bollanum á víxl. Ég skrifa honum reyndar ennþá, viðurkenndi ég og saup á teinu til að hafa eitthvað fyrir höndum. Bréf? spurði hún, og selsaugun hvörfluðu snöggvast til minna eigin handa. Það flaug í gegnum höfuðið á mér að hamurinn hennar væri hvítur og brúnn á litinn. Eins og á haustrjúpu. Já. Ertu að skrifa honum núna? Já. Kerlingin andvarpaði þunglega: Ljúktu við bréfið og sendu það strax. (Hún skellti flötum lófa á borðið sér til málstuðnings.) Stundum nær maður ekki að syrgja almennilega. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því. En svo er hitt, að hvað sem er getur orðið að kláða. Í þínu tilfelli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.