Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 30
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 30 TMM 2018 · 2 Kristín Ómarsdóttir Ég er gamall snillingur Viðtal við Eileenu Myles skáld og rithöfund Að leita merkingar orðanna hreinskilni, heiðarleiki, einlægni minnir á leit að nál í heystakki; þetta eru sjaldgæf fyrirbæri á opinberum vettvangi og í stjórnmálum; það kann að breytast. Skáldsagan Chelsea Girls eftir Eileenu Myles er keyrð áfram af æðisgengnum heiðarleika, krafti, eldmóði, eirðar- leysi, hraða, stillingu, yfirvegun, hlýju – hlýja stílsins minnir á nærveru manneskju sem maður vissi ekki að maður saknaði fyrr en maður les bókina; bækur hafa skrítin áhrif. Guði sé laun fyrir Eileenu sem skrifaði bók um stelpur – ungar konur – brjálaðar – kúgaðar – skakkar – fullar – á amfeta- míni, á kóki – hraustar – ástsjúkar – í fleiri stelpur – þar sem höfundurinn felur sig ekki á bakvið orðin einsog undirrituð. Vonandi kveikir framtíðin ekki í blaðsíðunum. Hefur þú keypt egg með fimm eggjum í bakkanum? Nei, svara ég, sest í stól og legg tölvuna á fótskemil. Eileen brýtur eggin fimm í bláa skál, hrærir og skellir á pönnu. Úti er svalt, birtan ekkóhvít, hér inni forngrá og sést ekki í veggi fyrir bókum eða í gólfið. Augu mín lesa bókartitlana einsog nótur. Eldhús, sófi, sófaborð, þessi stóll, útidyrahurð – bakvið mig eru skrifstofa og svefnherbergi í sameiginlegu rými með gluggum. Brunastigi liggur upp eftir gaflinum handan glugganna. Hún er búin að gefa mér kaffi. Ég borðaði dágóðan morgunmat svo Eileen borðar eggjahræruna ein. Við hittumst fyrst á Kjarvalsstöðum í maíjúníkvöldbirtu fyrir tuttugu og einu ári. Hvað ég var stolt af nýburstuðum skóm. Þeirra vegna þurfti ég ekki spariföt einsog hinir gestirnir, fötin nýkomin af snúrunum. Íslenskur lista- maður við langa málsverðarborðið í sýningarsalnum útskýrði fyrir Eileenu hvað orðasambandið að gera hvítar nætur* þýddi = fremja sjálfsmorð. Tilefni uppspunans: björtu heimskautanæturnar sem við héldum þá að ættu ekki sinn líka annars staðar í heiminum. Dúkurinn var hvítur einsog þær, skórnir hermannasvartir, listamaðurinn í jakkafötum, Eileen í gallabuxum og bláum T-bol. Hún var ein úr hópi Banda- ríkjamanna sem stóðu fyrir sýningunni í aðalsalnum sem var opnuð um kvöldið. Af sýningunni man ég eftir verkinu með brjóstsykrinum eftir Felix Gonzalez-Torres, hann var þá nýlátinn úr AIDS, ekki fertugur. * Á ensku kallaði listamaðurinn fyrirbærið: to do a white night.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.