Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 32
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
32 TMM 2018 · 2
Arlington sem mætti líkja við Brooklyn – Parkslope. Þetta voru falleg verka-
mannahverfi umlukin trjám og náttúru og voru í námunda við Boston þegar
ég var lítil og tilheyra borginni í dag.
Hvaðan voru foreldrar þínir ættaðir?
Foreldrar foreldra minna voru innflytjendur – foreldrar mínir heima-
menn – pabbi kom frá Sommerville, mamma kom frá Cambridge. Foreldrar
mömmu fluttu til Ameríku frá Póllandi og foreldrar pabba frá Írlandi. Vegna
ömmu minna og afa hef ég evrópskt vegabréf.
Viltu segja frá bernskustöðvunum, umhverfinu, landslaginu?
Umhverfið var hvorki nógu mikil náttúra né nógu mikil borg. Andrúms-
loftið var spennandi: tré og garðar, gengi og krakkar á götunum, slæmur
félagsskapur í boði. Við bjuggum þröngt og alla bernskuna deildi ég herbergi
með systur minni; þar var hvergi hægt að vera í einrúmi. Ég gekk í kaþólska
skóla, kennsluhættirnir voru íhaldssamir, námið náttúrulaust og ekkert
skapandi. Ég var alltaf að teikna og skrifa leikrit.
Heima gekk mikið á, pabbi var alki, skemmtilegur og góður maður sem
studdi listhneigð mína og strákastelpulætin eða hvað það heitir. Ég átti far-
sæla bernsku en andrúmsloftið var strembið og áfengissýkin dró pabba til
dauða þegar ég var ellefu ára.
Mér fannst gaman að vera krakki. Ég vissi að ég væri klár og að ég ætti
eftir að eiga áhugaverða ævi – ég hlýt að hafa verið bráðger því ég hafði rétt
fyrir mér: ævi mín hefur verið áhugaverð og spennandi. Við lékum okkur útá
götu, ég var stælt, mér fannst gaman að slást og berja stráka og ögraði þeim
óspart. Mér fannst ekki gaman að slást við stelpur, ég var hrædd um að berja
þær í spað en stundum hitti ég töffarastelpur úr borginni og við þær var ég
hrædd, ég hafði ekkert í þær.
Hver er fyrsta minning þín?
Ég vakna í barnarúmi með rimlum og hugsa: hvar er ég núna? Þá hafði ég
legið á rúmi bróður míns, eins og hálfs árs gömul, dottið og rekið höfuðið
í plötuspilara, ég var flutt með hasti á spítala og búið að sauma í hausinn á
mér þegar ég vakna. Þetta var á kaþólskum spítala. Ég sá nunnur með risa-
stóra hetti.
Manstu hvenær þú lærðir að lesa? Lastu mikið sem barn? Áttirðu uppáhalds
barnabók? Manstu hvernig þú lærðir að lesa?
Mamma kenndi mér að lesa. Hún las fyrir okkur í rúminu þegar ég var
lítil. Röddin hennar og myndirnar í bókinni vöktu löngun mína og ég fylgdist
með, setti saman hljóðin og orðin í bókinni og var orðin læs þegar ég kom í
skóla. Þar gerðist allt svo hægt og var þreytandi því hinir krakkarnir kunnu
ekki að lesa. Mér fannst strax æðislegt að lesa og las mikið, það er vísast enn