Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 35
É g e r g a m a l l s n i l l i n g u r TMM 2018 · 2 35 Hvert er uppáhaldsorðið þitt? Blue. [Blár]. Hvað gerir þig glaða, káta, hamingjusama? Tilfinningin fyrir þenslu, umbreytingum – að eitthvað opnist – þegar lítill staður verður stór og ég uppgötva að ég er einmitt þar stödd. Ég er alltaf að leita og stundum – allt í einu – fundið! – og ég er – fundin! – og við augna- blikið finnum hvort annað – og ég þarf ekki að leita annað: það getur gerst við ást, vinnáttu, í vinnu. Fyrir tveimur árum fór ég til Marfa, Texas, í gestavinnustofur fyrir lista- fólk að skrifa og kláraði bók. Það var góður mánuður í fallegu umhverfi, mér leið vel, var glöð og hugsaði: Þetta er staðurinn. Mér fannst allt hafa leitt mig þangað og skipulagði líf mitt upp á nýtt og keypti mér þar hús. Þannig líður mér líka þegar ég verð ástfangin og nokkrum sinnum þegar ég hef sótt um vinnu fatta ég í viðtalinu miðju að ég tek þátt í samtali, ekki viðtali, að verið er að ráða mig … Hvað gerir þig dapra? Að vera ekki elskuð. Þegar væntingarnar vaxa yfir mig og ég hef haldið að eitthvað nýtt væri að gerast og að ég eignaðist hlutdeild í því en uppgötva svo að það var blekking, að ég er enn fyrir utan og ekki með. Að vera útundan verður síðan gott seinna. Úti verður að lokum inni. En tilfinningin á undan – á milli þess sem ég held ég sé velkomin og er það ekki – fyrir útskúfun, einangrun og höfnun – er sár. Nýlega skrifaði ég um tilfinninguna langt ljóð sem ég er mjög ánægð með, um ástarævintýri sem færði mér þess konar sorg. Ég hafði fengið mikla athygli og mér fannst ég vera orðin hin fræga Eileen. Ég sendi ljóðið í New Yorker [tímaritið] og fékk svar um að það væri of langt. Síðan birtust þar lengri ljóð en mitt og að mínu viti ekkert sérstök ljóð. Þá lærði ég að ég er enn þá þessi sama ég. Frægðin var ekkert. Umrætt ljóð birtist í sumarhefti Paris Review (2017). Er hugsanlegt að New Yorker hafi ekki birt ljóðið afþví það fjallar um fyrrverandi kærustu þína sem hafði komið út úr skápnum og opinberað samband ykkar í sama tímariti? Nei, það er bara pólitík hvaða skáld fær mest pláss. Fljótlega eftir að ljóðinu var hafnað birtist langt ljóð, einsog ég sagði þér, eftir Jorie Graham og síðan annað langt ljóð eftir Jonathan Galassi sem er einn aðalritstjóri útgáfunnar Farrar Strauss. Verk þessara skálda fljóta með meginstraumnum. Ég veit ekki hvort ritstjóra New Yorker þótti ljóðið mitt ekki gott en ljóð hinna hafði meira gildi fyrir hann. Ég er enn utangarðsmaður í augum bókmennta- stofnananna. Að birta eitt stutt ljóð eftir mig í New Yorker er framfaraskref
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.