Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 35
É g e r g a m a l l s n i l l i n g u r
TMM 2018 · 2 35
Hvert er uppáhaldsorðið þitt?
Blue. [Blár].
Hvað gerir þig glaða, káta, hamingjusama?
Tilfinningin fyrir þenslu, umbreytingum – að eitthvað opnist – þegar lítill
staður verður stór og ég uppgötva að ég er einmitt þar stödd. Ég er alltaf að
leita og stundum – allt í einu – fundið! – og ég er – fundin! – og við augna-
blikið finnum hvort annað – og ég þarf ekki að leita annað: það getur gerst
við ást, vinnáttu, í vinnu.
Fyrir tveimur árum fór ég til Marfa, Texas, í gestavinnustofur fyrir lista-
fólk að skrifa og kláraði bók. Það var góður mánuður í fallegu umhverfi, mér
leið vel, var glöð og hugsaði: Þetta er staðurinn. Mér fannst allt hafa leitt mig
þangað og skipulagði líf mitt upp á nýtt og keypti mér þar hús. Þannig líður
mér líka þegar ég verð ástfangin og nokkrum sinnum þegar ég hef sótt um
vinnu fatta ég í viðtalinu miðju að ég tek þátt í samtali, ekki viðtali, að verið
er að ráða mig …
Hvað gerir þig dapra?
Að vera ekki elskuð. Þegar væntingarnar vaxa yfir mig og ég hef haldið að
eitthvað nýtt væri að gerast og að ég eignaðist hlutdeild í því en uppgötva svo
að það var blekking, að ég er enn fyrir utan og ekki með. Að vera útundan
verður síðan gott seinna. Úti verður að lokum inni. En tilfinningin á undan
– á milli þess sem ég held ég sé velkomin og er það ekki – fyrir útskúfun,
einangrun og höfnun – er sár.
Nýlega skrifaði ég um tilfinninguna langt ljóð sem ég er mjög ánægð með,
um ástarævintýri sem færði mér þess konar sorg. Ég hafði fengið mikla
athygli og mér fannst ég vera orðin hin fræga Eileen. Ég sendi ljóðið í New
Yorker [tímaritið] og fékk svar um að það væri of langt. Síðan birtust þar
lengri ljóð en mitt og að mínu viti ekkert sérstök ljóð. Þá lærði ég að ég er enn
þá þessi sama ég. Frægðin var ekkert.
Umrætt ljóð birtist í sumarhefti Paris Review (2017). Er hugsanlegt að
New Yorker hafi ekki birt ljóðið afþví það fjallar um fyrrverandi kærustu
þína sem hafði komið út úr skápnum og opinberað samband ykkar í sama
tímariti?
Nei, það er bara pólitík hvaða skáld fær mest pláss. Fljótlega eftir að ljóðinu
var hafnað birtist langt ljóð, einsog ég sagði þér, eftir Jorie Graham og síðan
annað langt ljóð eftir Jonathan Galassi sem er einn aðalritstjóri útgáfunnar
Farrar Strauss. Verk þessara skálda fljóta með meginstraumnum. Ég veit
ekki hvort ritstjóra New Yorker þótti ljóðið mitt ekki gott en ljóð hinna hafði
meira gildi fyrir hann. Ég er enn utangarðsmaður í augum bókmennta-
stofnananna. Að birta eitt stutt ljóð eftir mig í New Yorker er framfaraskref