Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 37
É g e r g a m a l l s n i l l i n g u r
TMM 2018 · 2 37
hvað borðið mitt væri drullugt og hvað ég væri utan við mig og dreymin.
Hún teiknaði mynd af persónu sem stendur ofan á hrúgu af drasli og horfir
upp í himingeiminn gegnum kíki. Myndin var æðisleg. Í niðurlægingarskyni
rak hún mig svo út á gang með borðið og lét mig dúsa þar. Það var fyndið en
allir gengu samt framhjá og spurðu hvað ég væri að gera þarna. Stelpur áttu
ekki að vera druslulegar. Mér fannst ég af vitlausu kyni og seinna lærði ég að
ég næði því aldrei réttu.
Hvort fannst þér skemmtilegra að vera barn eða unglingur?
Barn. Unglingar berjast við heiminn á annan hátt. En þetta er líka erfið
spurning. Mér fannst gaman að eignast hljómplötur – þær voru allar 45
snúninga – hlusta á ný lög og fylgjast með vinsældalistunum, það var svo
mikið í gangi þegar ég var unglingur og sem ég vildi ólm taka þátt í: dans,
föt, tíska. Allt var spennandi en ég var samt þunglynd.
Hvernig þá?
Um leið og maður verður unglingur hættir maður að fara allra sinna ferða
hlaupandi, maður ver færri stundum undir berum himni, allt sem lét mér líða
stórkostlega hvarf úr lífi mínu og það var líka hluti þess að vera kvenkyns:
ég skyldi vera settleg og haga mér. Svo fóru hormónin að leika um líkamann,
og já, mér fannst ég vera strákur, átti að vera stelpa, mér hafði alltaf fundist
ég falleg og hamingjusöm og nú fannst mér ég ljót og skrítin. Til þess að
öðlast viðurkenningu varð ég að hegða mér kvenkyns og fyrir því þurfti ég
sko að hafa. Tímabilið frá fimmtán til tvítugs var erfitt og dapurt. Ég vissi
ekki hvernig ég átti að láta, hver ég væri, hvað ég væri og hvar ég ætti að
staðsetja mig.
Varstu trúuð? Ertu trúuð?
Já, ég var trúuð og er enn þá á ákveðinn máta: ég fer í kirkju, kann vel við
siðvenjurnar í kirkjum, mér finnst gott að setjast niður í næði og hugleiða
í hálftíma, ganga til altaris – hluti af því að vera kaþólsk er að sameinast
öðrum í stóru rými. Á jólakvöld fór ég ein í messu í Texas – það er æðislegt
að syngja með öðrum jólalög. Trúarbrögð eru tilraun okkar til að vera sam-
eiginlega mannleg.
Ertu einfari, félagslynd?
Hvort tveggja: ég er félagslyndur einfari.
Pabbastelpa, mömmustelpa?
Pabbastelpa, algjörlega – dauði hans hefur sett mark sitt á allt mitt líf. Frá
karlkyns vinum mínum vænti ég þess sama og ég fékk frá pabba: að þeir haldi
með mér, elski mig og samþykki skilyrðislaust.