Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 43
É g e r g a m a l l s n i l l i n g u r
TMM 2018 · 2 43
hef haft af að horfa á dans. Það er æsandi. Ég hef þegið laun fyrir að skrifa um
myndlist og myndlist breytir mér: ég fæ að skilja eitthvað mér áður óþekkt og
það hverfur inní önnur skrif mín og hefur þar áhrif. Tónlist er lúmsk, tæki-
færiseðli hennar gefur mér staðfestu, oft tek ég hana mér til fyrirmyndar og
skrifa einsog undir trommuslætti, síbylju. Kvikmyndir kenna mér að tengja
saman og brúa – sérstaklega í prósa. Þegar ég byrjaði að skrifa prósa vissi ég
ekki hvernig ég ætti að segja sögu. Um leið og ég hugsaði mér að ég væri að
lýsa kvikmynd komst ég áfram. Leikhús gerir mig að skarpari manneskju.
Fólk þarf leikhús. Skóli er lélegt leikhús, harmleikur.
Þú hefur lengi skrifað um myndlist fyrir dagblöð og tímarit?
Síðan á níunda áratugnum. Núna býður fólk mér sem rithöfundi að skrifa
um verk þess fyrir katalóga og sýningarskrár. Þá fæ ég meira frelsi, get ort ljóð
eða látið hugann reika um listaverkið, boðið lesaranum inní minn heim og
ávarpað listaverkið þaðan og þannig verð ég stofnun. Ég snýst á hvolf þegar
ég skrifa um myndlist.
***
Segðu mér frá heimabænum þínum: lífsförunautnum New York -
Mér hefur alltaf líkað það hvað íbúðin mín er lítil, einsog herbergi í
byggingu sem leigir út herbergi. Þú heyrir hljóðin frá ganginum, raddirnar
og fótatakið. Það er ekki einangrandi. Úr glugganum sé ég annan af elstu
kirkjugörðum borgarinnar. Þangað hef ég horft í fjörutíu ár. Hingað flutti ég
í maí 1977. Ég elska New York. Hún bjó mig til. Hún kynnti mér svo marga
möguleika til að haga lífi mínu og hún gaf mér almenna tilfinningu fyrir
prívasí. Enginn horfir og allir sjá á sama andartaki. New York búar búa einir
og saman.
Þú varst aðstoðarkona ljóðskáldsins James Schylers. Á Íslandi er ekki
hefð fyrir að rithöfundar hafi aðstoðarfólk, að ungt skáld aðstoði eldra,
óreyndur málari máli málverk reyndari málara. Viltu segja mér frá starfi
aðstoðarmanneskju rithöfundar?
Aðstoðarkona mín heitir Emma. Ég skil eftir hrúgu af tímaritum sem hún
fer yfir og merkir mér áhugavert efni. Hún hefur yfirsýn yfir allt sem birtist
eftir mig, fyllir út eyðublöð og sendir skrár yfir ferilinn, bíó og CV, þangað
sem beðið er um skrár. Hún gerir hluti sem koma í veg fyrir að ég lendi í
vandræðum.
Jimmy Schyler var frægt ljóðskáld sem allir elskuðu. Hann fékk taugaáföll
og fór inn og útaf geðsjúkrahúsum, kom í heimsókn til vina sinna og bjó
þar, ein heimsókn varði í tíu ár, þá fékk hann taugaáfall og ekki hægt að hafa
hann lengur nálægt börnunum. Þá var hann á sextugsaldri og vinir hans,
ríkt fólk í listaheiminum og nokkur auðug skáld, studdu hann, komu honum