Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 45
É g e r g a m a l l s n i l l i n g u r
TMM 2018 · 2 45
samfélagsmiðlunum, þess þörfnumst við nú – brotunum og póstunum sem
við deilum á samfélagsmiðlunum tekst það ekki enn.
Fólk er vant því að hafa vald og að geta hreyft sig sem hópur, flokkur –
einsog fuglarnir – að geta gefið hvert öðru merki, lesið hug hvers annars.
Fyrirbærið sem ég nota mest og líkar best við og elska – tungumálið – er
vandamálið. Við þurfum að vinna betur með tungumálið til þess að geta
raunverulega miðlað hvert öðru.
Forsetinn sem situr í Hvíta húsinu er merki um risavaxið samskiptaleysi.
Ég þrái samfélagsheild þar sem við vitum hver við erum og getum gætt okkar
og hvers annars. Allir samskiptamiðlar okkar skapa andhverfu sína: sam-
skiptaleysi. Okkur vantar dýpra kerfi og hluti þess er að vera til staðar í tíma
og rúmi á íhugulan hátt.
Þegar ég kem til New York fer ég inn í annan tíma en í Texas, þar er tími
minn opinn. Mig langar til að halda honum þannig hér. Fólk lifir öðruvísi
hér. Mig langar til þess að vera betri í að halda í tíma minn og viðveru mína
í tímanum alls staðar þangað sem ég kem og ég ferðast mikið. Eini tilgangur
þess að eldast og eignast visku virðist vera sá að halda utan um tilfinninguna
fyrir tímanum – viðhalda tímavitundinni – og missa ekki tímann frá sér um
leið og maður hittir of margt fólk. Það er erfið vinna en mér finnst sem það
sé eina vinnan sem fyrir höndum er.
***
Segðu mér frá vinnuaðferðunum? Sköpunarferlinu?
Fer eftir því hvað ég skrifa. Ljóðin byrja þannig að ég fæ í hugann línu sem
virðist vera miðpunktur alls sem ég hef verið að hugsa um tíma. Það er einsog
ég hafi ekki vitað hvað ég var að hugsa fyrr en orðin birtast, líkast því sem
raunveruleikinn skipuleggi sig allt í einu. Þess vegna verð ég að taka undur
vel eftir sjálfri mér því skyndilega kann ég að vera stödd í byrjuninni á ljóði.
Það eru æsandi stundir.
Ljóðið sem ég var að segja þér frá – sem ég sendi til New Yorker – varð
þannig til að ég kom heim eftir að hafa verið á mörgum viðburðum sem
höfðu valdið mér vonbrigðum vegna konu sem ég hafði verið í ástarsambandi
við. Ó já, ég fatta það núna, hugsaði ég og það brotnaði smá í mér hjartað og
ég settist niður á sandstól.
Hvað er sandstóll?
Stóll svo lágfættur að þú situr í honum næst sandinum, ekki upphækkaður
einsog venjulegir stólar. Ég settist niður á sandstól í bakgarðinum við hliðina
á Búddastyttu og ljóðið gaf sig mér.
Fyrir skáldsögurnar þarf ég stöðugt að byrja upp á nýtt: ein lína startar
kafla eða þætti – ég skrifa hratt en bækurnar verða til hægt á meðan efnið