Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 47
É g e r g a m a l l s n i l l i n g u r TMM 2018 · 2 47 Ég var mjög taugaóstyrk, ég vissi ekki hvort þetta gæti orðið að bók. Loks fór ég í gestaíbúð – þá var ég orðin fertug – skrifaði fleiri sögur sem mig hafði lengi langað til að skrifa, m.a. um alkahólisma föður míns. Ríkir listamenn, vinir mínir, buðu mér svo að skrifa í húsinu þeirra árið 1993, svo ég gæti klárað bókina. Það var æðislegt. Þau bara gáfu mér hús heilt sumar. Ég var mjög heppin, svo margir hjálpuðu mér. Það tók mig mörg ár að skrifa bókina og að koma henni út; ég fann ekki umboðsmann og sýndi ritstjórum sögurnar sem sögðu að þær enduðu ekki, þær dyttu bara í sundur og ég svaraði: Já, ég veit það, þær eru einsog lífið, molna í sundur. Ég elska að ég muni aldrei lesa þetta viðtal afþví það verður á íslensku. Cool for you (2000) Þegar ég hafði skrifað Chelsea Girls, fyrstu bókina með sögum, vildi ég skrifa meðvitaða skáldsögu, myndi búa fyrirfram til sambandið milli part- anna og heildarinnar en ekki láta það gerast af sjálfu sér. Ég tók saman lista af þeim sögum sem mig langaði að segja og ég dró þá sem átti að fjalla um vinnu og stofnanir. Amma mín bjó á geðveikrahæli síðustu sautján ár lífsins og ég ákvað að gera hana að sól bókarinnar, þessa konu sem bjó inná stofnun, svo myndi ég skrifa um allar stofnanirnar sem ég hef verið kona inná og inní: skóla, vinnur, heima, o.s.fr.v. Bókin endar á orðunum: „Mamma mín er enn lifandi.“ Um daginn var bókin endurútgefin. Mamma mín dó í sömu viku. The Importance of Being Iceland (2009) Ég var svo spennt fyrir Íslandi á tíunda áratugnum og vildi auðvitað skrifa um landið en engin útgáfa sem ég skrifaði fyrir hafði áhuga. Svo ég ákvað að nota titil ritgerðar sem enginn vildi birta sem bókartitil og í bókinni myndi ég skrifa um Ísland og fella inní bókina öll ritgerðaskrif mín og önnur skrif en skáldskap. Ég héldi striki mínu og sæi um það sem mér þykir vænst um og með titlinum sæi Ísland um þrátaflið við útgefendur. Inferno (2010)? Ég varð að skrifa um hlutskipti rithöfundarins og ég varð líka að skrifa bók sem útskýrir hver Eileen Myles er þar sem hún hættir ekki að vera söguefni bókanna minna. Ég þurfti vettvang til að útskýra að hún er skáld og hvernig það gerðist að hún varð skáld og hvað það þýðir. Þegar ég hitti þig í fyrrasumar [2016] varstu að skrifa nýja bók. Já og nú hef ég lokið við bókina – minningar hundsins míns Rosie. Okkar samband er það lengsta sem ég hef átt, frá 1990 til 2006. Bókin heitir After- glow, a memoir. ***
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.