Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 48
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 48 TMM 2018 · 2 Ertu hugrökk? Stundum, kannski nógu oft – ég vona það. Ertu ævintýragjörn, nýjungagjörn? Eðlið er íhaldssamt, ég elska sömu hlutina, venjurnar, siðina, rítuöl. Stundum rek ég upp mynstrið. Ég er opin fyrir nýjungum en það er ekkert atriði í lífi mínu. En mér ber að vera opin fyrir nýjungum – ég á að líta út fyrir að vera opin fyrir þeim – og af hégóma æsa þær mig en ég hef líka ríka tilhneigingu til að vernda sjálfa mig og ekki vita af eða líta við nýjungum. En ég sigra ekki djöfulinn. Ég skynja það sjálf þegar ég byrja að lokast af og heimurinn minn verður of þröngur og þá dríf ég mig í að laga það. Í raun er ég ekkert fyrir nýjungar. Ég er meira einsog skjaldbaka, dvel í sjálfri mér. Byggi ég alltaf í New York yrði ég að vanadýri. Ertu kvöldsvæf, næturhrafn, morgunhani? Ég vakna á bilinu sjö til níu og fer að sofa eitt, tvö – líklega fæ ég ekki nógan svefn. Ég fer aldrei snemma að sofa. Mér finnst æðislegt að hátta klukkan ellefu en ég er ekki þannig persóna sem háttar klukkan ellefu. Hvar annars staðar vildirðu búa? Sveit, land?, borg? Suður-Ameríku, Írlandi. Hver er uppáhaldsmálsverðurinn þinn? Spaghettí og kjötbollur með hvers kyns rauðri sósu, pasta, kjöt, pylsur, allur ítalskur sterkur matur, búsetan í Texas hefur svo gert mig áhugasamari um mexíkóska eldhúsið. Áttu þér uppáhaldssögupersónu? Ha? Áhugavert – já, Laurie í Little Women – strákurinn – ég vildi verða hann. Áttu þér fyrirmynd? Nei, mér líður mikið til einsog manneskjunni sem ég vildi verða þegar ég var yngri. Eitt sinn leit ég upp til Jill Johnston sem skrifaði bókina Lesbian Nation, hún var smávegis einsog hetja en því betur sem ég kynntist henni því meira kaus ég lífið mitt. Hvað óttast þú mest? Áður fyrr óttaðist ég að deyja ein en ég reikna með að allir deyi einir – hverjum er ekki sama hvort einhver sitji í herberginu? Ég óttast svoldið að búa raunverulega ein. Mig langar til að búa með öðrum, ekki bókstaflega heldur í anda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.