Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 48
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
48 TMM 2018 · 2
Ertu hugrökk?
Stundum, kannski nógu oft – ég vona það.
Ertu ævintýragjörn, nýjungagjörn?
Eðlið er íhaldssamt, ég elska sömu hlutina, venjurnar, siðina, rítuöl.
Stundum rek ég upp mynstrið. Ég er opin fyrir nýjungum en það er ekkert
atriði í lífi mínu. En mér ber að vera opin fyrir nýjungum – ég á að líta út
fyrir að vera opin fyrir þeim – og af hégóma æsa þær mig en ég hef líka ríka
tilhneigingu til að vernda sjálfa mig og ekki vita af eða líta við nýjungum.
En ég sigra ekki djöfulinn. Ég skynja það sjálf þegar ég byrja að lokast af og
heimurinn minn verður of þröngur og þá dríf ég mig í að laga það. Í raun
er ég ekkert fyrir nýjungar. Ég er meira einsog skjaldbaka, dvel í sjálfri mér.
Byggi ég alltaf í New York yrði ég að vanadýri.
Ertu kvöldsvæf, næturhrafn, morgunhani?
Ég vakna á bilinu sjö til níu og fer að sofa eitt, tvö – líklega fæ ég ekki nógan
svefn. Ég fer aldrei snemma að sofa. Mér finnst æðislegt að hátta klukkan
ellefu en ég er ekki þannig persóna sem háttar klukkan ellefu.
Hvar annars staðar vildirðu búa? Sveit, land?, borg?
Suður-Ameríku, Írlandi.
Hver er uppáhaldsmálsverðurinn þinn?
Spaghettí og kjötbollur með hvers kyns rauðri sósu, pasta, kjöt, pylsur, allur
ítalskur sterkur matur, búsetan í Texas hefur svo gert mig áhugasamari um
mexíkóska eldhúsið.
Áttu þér uppáhaldssögupersónu?
Ha? Áhugavert – já, Laurie í Little Women – strákurinn – ég vildi verða
hann.
Áttu þér fyrirmynd?
Nei, mér líður mikið til einsog manneskjunni sem ég vildi verða þegar ég
var yngri. Eitt sinn leit ég upp til Jill Johnston sem skrifaði bókina Lesbian
Nation, hún var smávegis einsog hetja en því betur sem ég kynntist henni því
meira kaus ég lífið mitt.
Hvað óttast þú mest?
Áður fyrr óttaðist ég að deyja ein en ég reikna með að allir deyi einir –
hverjum er ekki sama hvort einhver sitji í herberginu? Ég óttast svoldið að
búa raunverulega ein. Mig langar til að búa með öðrum, ekki bókstaflega
heldur í anda.