Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 53
J ó l a p l a t t a r n i r
TMM 2018 · 2 53
Karl Ágúst Úlfsson
Jólaplattarnir
Ég varð að fyrirgefa sjálfum mér. Annars yrði þetta óbærilegt alla tíð.
Og það gerði ég. Mér tókst líka að fyrirgefa Þorvaldi. Ég á ekkert sökótt
við þann mann lengur. Blessuð sé minning hans. En mér gengur seint
að fyrirgefa Bing og Grøndahl. Nú hef ég skrifað þeim háu herrum í
kóngsins Kaupmannahöfn fjögur bréf – eitt á ári, og aldrei hafa þeir
ansað mér. Og engan árangur sé ég af þessum bréfaskriftum mínum.
Svo ég reyni einu sinni enn.
„Kære herre directør,“ byrja ég. Ég nota ekki eiginnafn, því mér skilst
að oft verði mannaskipti í æðstu stöðum hjá stórum fyrirtækjum og ég
vil ekki að fólk haldi að ég sé að skrifa skökkum manni. Og svo reyni
ég að segja söguna eins og hún lítur út frá mínum sjónarhóli. Ég reyni
að vera ekki ásakandi heldur eins hlutlaus og ég get.
Við Guðríður systir mín fermdumst árið 1896 í Efra-Núpskirkju í
Miðfirði. Ekki tíðkaðist í þann tíma að gefa miklar eða dýrar fermingar-
gjafir eins og seinna komst í sið, en þó var þar ein gjöf sem í frásögu er
færandi. Það var jólaplatti frá Bing og Grøndahl, sá fyrsti sem postu-
línsfabrikkan sendi frá sér og sumir segja sá fyrsti í veröldinni. Dýr-
finna föðursystir okkar var þá nýsigld heim frá Kaupmannahöfn og
færði með sér þennan dýrgrip. Þetta var plattinn frá því árinu áður og
bar nafnið „Bag den frosne rude“. Þennan platta áttum við Guðríður að
eiga saman og skyldi hann vera tákn um þau órjúfanlegu bönd sem æ
skyldu tengja okkur tvíburasystkinin. Við vorum líka jólabörn, fædd
sitt hvorum megin við miðnætti aðfangadags og jóladags. Dýrfinna var
komin heim í Dalina til að líta sumarlangt til með systur sinni, Hjördísi,
sem lá þungt haldin af brjóstveiki í Geirshlíð, þar sem hún var í hús-
mennsku, en hún andaðist snemma sumars, blessuð sé minning hennar.
Dýrfinna staldraði því ekki lengi við, en hélt utan aftur.
Faðir okkar, Sigtryggur, hafði burtkallast ári fyrir þetta fermingar-
vor, orðið úti á milli bæja í vonskuhreti. Blessuð sé minning hans. Þá
vorum við ennþá þrjú á lífi, systkinin. Tvíburarnir Guðmundur og Guð-