Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 55
J ó l a p l a t t a r n i r TMM 2018 · 2 55 verið, en mér þótti það fráleitt og bað hana gæta þeirra beggja meðan ég væri fjarri. Þetta féllst hún á, með semingi þó. Það fiskaðist allvel á Breiðafirði þessa sumarvertíð og heima á Breiðabólstað komust menn og skepnur allvel af þegar af leið haustið og veturinn. Þorrinn varð harður og gott var að eiga rikling að maula þegar fennti fyrir alla glugga. Um miðja góu barst svo nýr böggull frá Dýrfinnu. Þessi platti hét Spurvenes julemåltid og sýndi þrjá spörfugla sem gæddu sér á korni af bundum sem einhver dýravinur hafði fært þeim mitt í hvítum vetri. Við systkinin horfðum lengi þegjandi á þessa glansandi fegurð áður en við skiptum á milli okkar þurrum magál sem við áttum í aski frá því viku fyrr. Þegar hér var komið sögu þótti Friðmey húsmóður okkar ekki lengur við hæfi að við Guðríður svæfum í sömu rekkju, þar eð við værum komin svo vel á legg að af kynnu að hljótast slys. Mér var því skipað í rúm með Runólfi, föður Hróbjarts, en Guðríður deildi sæng með Svein- björgu vinnukonu. Guðríður átti áfram rekkju við þilið, svo þar máttu plattarnir okkar áfram hanga. Ég átti aftur á móti hvílu í baðstofunni miðri. Guðríði fannst að ég ætti fyrir alla muni að hafa að minnsta kosti einn jólaplatta hangandi við rúmið mitt og þó að mér þætti það hreinn hégómi linnti hún ekki látum fyrr en kominn var nagli í sperruna fyrir ofan rúmið okkar Runólfs og þar hékk Nymåne over snedækkede graner. Runólfur lét illa í svefni. Við sváfum andfætis og oft fékk ég frá honum spörk, ýmist undir höku, í brjóstið eða í hreðjar. Ekki var það þægilegt, það geta þeir allir vottað sem reynt hafa, en þó var ég furðu fljótur að venjast þeim pústrum sem gamli maðurinn veitti mér á meðan við deildum rekkju. Þó gat það gerst að draumfarir Runólfs yrðu svo magnaðar að fæturnir leituðu út undan sænginni og upp um rjáfrin. Það urðu mínar verstu nætur. Ég sá hann skella hælum í þekjuna svo moldin sáldraðist yfir okkur og um leið sá ég í anda hvernig hann myndi sparka jólaplattanum ofan og mölva hann í smátt. Því gerðist það æ ofan í æ að ég spratt upp og hrifsaði plattann af naglanum, stakk honum inn á mig undir nærskyrtuna og krosslagði arma á brjóstinu svo ég gæti aftur sofnað. Þau urðu tuttugu og eitt, árin okkar Guðríðar í Dölunum. Eftir að Friðmey húsmóðir okkar andaðist fluttum við að Fellsmúla, síðan í Hundadal og víðar og ein fjögur ár vorum við í Ljárskógum. Eitt og annað dreif á daga okkar og víst mætti færa af því margt og misjafnt í frásögu, en þó var eitt sem aldrei brást: Á hverju ári barst okkur gjöf frá Dýrfinnu frænku. Við áttum orðið Julestjærner og juleroser, Kragerne hygger sig, Det
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.