Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 63
M i t t í m e r k i n g a r k r í s u n n i TMM 2018 · 2 63 Snorri Páll Mitt í merkingarkrísunni Um – og í kringum – 11. september og Aftur og aftur eftir Halldór Armand Ásgeirsson „Heimurinn er að breytast, breystu með honum.“ Auglýsing alþjóðlegs fjárfestingafyrirtækis á forsíðu The Guardian 21. mars 2003, undir umfjöllun um upphaf Íraksstríðsins síðara – árás Bandaríkjahers á Bagdad daginn áður – sem sjónvarpað var beint um víða veröld. 1. Um miðjan september 2001 tilkynntu aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Hamburger Musikfest að hætt hefði verið við ferna tónleika með verkum þýska tónskáldsins Karlheinz Stockhausen. Ákvörðunin var sögð eiga sér orsök í nýföllnum orðum hans – ógeðfelldum og ónærgætnum að mati blaða- manns Frankfurter Allgemeine Zeitung1 – um árásirnar á tvíburaturnana í New York fyrr í sama mánuði; „árásirnar á andleg heimkynni kapítalismans,“ eins og einn ritstjórinn komst að orði.2 Á blaðamannafundi vegna tónleikanna höfðu komið til tals þau Eva, Mikael erkiengill og Lúsífer – biblíupersónur sem gegna viðamiklum hlutverkum í Licht, tæplega þrjátíu klukkustunda löngum óperuhring Stockhausens – og var þýski tónsmiðurinn spurður hvort þar væri um að ræða einberar sögupersónur úr fyrndinni. Nei, svaraði hann, sagði þau ekkert síður á kreiki í dag og nefndi Lúsífer sérstaklega í sambandi við atburðina þann 11. september. Í kjölfarið fylgdi svo fullyrðingin sem olli uppnáminu – á eftir því fororði að fundargestir skyldu nú „stilla í sér heilann“ – að árásirnar væru „mesta listaverk allra tíma“, framkvæmdar af mönnum – eða öndum – sem afrekað hefðu nokkuð sem tónlistarmönnum og tónskáldum leyfðist tæplega að láta sig dreyma um: varið tíu árum í undir- búning fyrir einn, stakan gjörning, dáið á hátindi flutningsins, og tekið í leiðinni fimm þúsund manns með sér til handanheima. „Slíkt væri ég ekki fær um,“ sagði Stockhausen.3 Í grein sendri tónlistartímaritinu The Wire fljótlega eftir árásirnar, sem fékkst reyndar að endingu ekki birt, hélt breski marxistinn og menningar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.