Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 74
S n o r r i Pá l l 74 TMM 2018 · 2 því þennan eftirminnilega dag – en ekki á árásunum, heldur því þegar Arn- mundur eignast sinn fyrsta farsíma: „Nokia 3210 með þúsund króna inneign. Hrífandi tæki sem mánuðum saman hefur litað drauma hans og er nú hér, silfrað og ávalt, óupplýstur skjárinn mosagrænn.“ Halldór hefur bent á að um þetta leyti hafi hann og flestallir í kringum hann einmitt verið að eignast sína fyrstu síma. „Við höfum öll gengið með síma í vasanum allar götur síðan,“ segir hann. „Mér fannst eins og þetta hlyti að vera það sem við drekkum úr kaleik nútímans; móðir allra hryðjuverka sem dansar án afláts við leiftrandi tæki – hita og ljós – í gallabuxnavasa.“49 Þessi táknræna hliðskipun við upp- haf sögunnar, skurðpunktur árásanna og hinnar nýju tækni, er auðvitað ekki aðeins til marks um minnistilfinningu höfundarins, heldur á sér hár- nákvæmar birtingarmyndir í raunveruleikanum: um leið og þotubroddurinn skall á norðurturninum rúllaði frétt á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN um stöðu Nokia og helstu samkeppnisaðila fyrirtækisins á markaði;50 daginn eftir birtust svo á síðum The Guardian svipmyndir af eyðileggingunni á Man- hattan beint fyrir ofan mynd af sama tæki og Arnmundur dáist að – aug- lýsing símafyrirtækis sem bauð verðandi viðskiptavinum sínum að „svala skilaboðafíkninni“ með hundruðum frírra skilaboða í mánuði hverjum.51 Samtvinnaðir mynda þessir tveir þræðir sterkan spotta sem grípa má í og fylgja í gegnum það sem af er 21. öldinni: allt frá síendursýndum, mispixl- uðum myndbrotum af flugvélum sem „sogast inn í turnana, eins og segul- kraftur hafi togað þær áfram,“ til snjallsímanna – „stafrænu snuðanna“ – sem fútúristinn Ray Kurzweil vill meina að séu manninum þekkingargátt en landi hans, Ted Kaczynski, sér einungis sem uppfærða birtingarmynd ferlis sem verið hafi og muni áfram verða „hamfarir fyrir mannkynið.“52 „Er heimurinn orðinn að draumi eða hefur draumurinn brotist inn í heiminn?“ spyr Arnmundur sig með nýja gullið í vasanum og hugleiðir breytta stöðu sína í samfélagi mannanna: „Hann er nú hluti af sístækkandi, nafnlausri fylkingu […] finnur fyrir valdi þess sem tilheyrir innsta hring, hópnum sem tekur að sér að skapa óskrifaðar reglur og hefðir tölvualdar.“ Tæpum áratug síðar í umfjöllun um fyrrnefndan Kurzweil, höfund kenn- ingarinnar um sérstöðupunktinn (e. singularity) – þau tímamót þegar gervi- greind fer framúr þeirri mennsku – undirstrikaði bandaríski rithöfundurinn Lev Grossman hinsvegar óútreiknanleika tækninnar: „Fyrir fimm árum lifðu ekki 600 milljónir manna félagslífi sínu með aðstoð eins, staks netkerfis. Nú höfum við Facebook. Fyrir fimm árum sást fólk ekki yfirfara það sem það sagði eða hvert það stefndi, um leið og það talaði eða færði sig úr stað, með notkun handhægra, nettengdra, stafrænna tækja. Í dag höfum við iPhone. Er það óhugsandi skref að færa iPhone-ana úr höndum okkar inn í höfuð- kúpurnar?“53 Kollegi hans af skyldu bergi en öðrum skóla, Kirkpatrick Sale, bendir á hið sama í bók sinni um Lúddítana – segir frá fundi stórskotaliðs úr fræði- og vísindaheiminum, skipulögðum af tæknirisanum IBM við upphaf níunda áratugar síðustu aldar, með það fyrir augum að spá um langtíma-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.