Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 78
S n o r r i Pá l l
78 TMM 2018 · 2
nöfnin Sadrak, Mesak og Abed-Negó. Þegar hinir þrír síðastnefndu neituðu
að tilbiðja gulllíkneski Nebúkadnesars fylltist hann „heiftarreiði […] svo að
ásjóna hans afmyndaðist“ og gaf út boð um að þeir skyldu brenndir í ofni sem
kynda ætti „sjöfalt heitara en vanalegt var að kynda hann.“ Eldurinn banaði
þó aðeins þeim sem báru þríeykið að ofninum, en þeir Sadrak, Mesak og
Abed-Negó stóðu við fjórða mann í ofninum – „ásýnd hins fjórða því líkust
sem hann sé sonur guðanna“ – ósnertir af logunum og sungu ljóð almætti
sínu til dýrðar:67
Lofið Drottin af himnum,
lofið hann á hæðum.
Lofið hann, allir englar hans,
lofið hann, allir herskarar hans.
Lofið hann, sól og tungl,
lofið hann, allar lýsandi stjörnur.
Lofið hann, himnar himnanna
og vötnin, sem eru yfir himninum.68
Aftur og aftur vekur óhjákvæmilega upp spurningar um möguleika ein-
staklinga á að hafna á aktífan máta þeirri tilvist sem Arnmundur íklæðir
holdi – standa af sér eldslogana líkt og unglingarnir í brennsluofni Nebú-
kadnesars. Undir þungum höggum þversagnarkennds – ef ekki beinlínis
kleyfhugalegs – upplýsingaregns um annarsvegar bættari lífsgæði, síhækk-
andi lífslíkur, almennar framfarir á öllum sviðum mannlegrar tilveru, hins-
vegar veldisvaxandi kvíða, álag og þunglyndi, geðlyfjaneyslu sem rýkur upp
úr öllu valdi, og óyggjandi eyðileggingaráhrif siðmenningarinnar á lífkerfi
náttúrulegs umhverfis, stendur nútímamaðurinn frammi fyrir gríðarlegri
merkingarkrísu í kaótískri veröld sem stöðugt kallar á reglu. Í lagi sínu,
Europe is Lost, varpar breska rappynjan Kate Tempest upp mynd af þessari
veröld – brotakenndum bútasaum sem birtist hinum sítengda daglega á
túngarði samfélagsmiðlanna – og spyr svo retórískt: „og þið furðið ykkur á
því að börn séu til í að deyja í nafni trúar?“69 Önnur og algengari viðbrögð
birtast aftur og aftur í Aftur og aftur, til að mynda þegar Arnmundur ekur eitt
kvöldið frá höfuðstöðvum DCS að heimili Stefáns á Arnarnesinu:
Ég var með nýja kókflösku í glasahaldaranum fyrir framan mig. Ég var í kæru-
leysisvímu við stýrið, tók upp Snapchat-myndbönd af sjálfum mér þar sem ég starði
í myndavélina á símanum og lýsti því yfir að ég væri á móti ofbeldi og á móti kyn-
ferðisglæpum gegn börnum og á móti rasisma og á móti kvenhatri og á móti stríðum
og á móti þjóðarmorðum og á móti drónaárásum á brúðkaup og á móti smokka-
banni kaþólsku kirkjunnar í Afríku. Í einu myndbandinu sagði ég nauðgurum
landsins að vera heima hjá sér á menningarnótt. Ég fór yfir á rauðu beygjuljósi og
svínaði harkalega fyrir jeppling sem nauðhemlaði, f lautuómurinn dvínaði þegar ég
negldi á bensíngjöfina. (Bls. 282)