Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 79
M i t t í m e r k i n g a r k r í s u n n i TMM 2018 · 2 79 Þriðju viðbrögðin má svo finna í vinsældum hverskyns sjálfsstyrkingar, andlegrar, líkamlegrar og efnahagslegrar, undir þeim formerkjum að „njóta lífsins til fulls og nýta lífið til fulls,“70 með aðstoð hugleiðslu og tíma- bundins meinlætis, séruppáklædds sjamanisma, stafrænna óróa og andafæla, núvitundar og huglægra heilaskurðaðgerða – í stuttu máli: austrænna vinda sem mildast hafa á leiðinni og aðlagast vestrænni samfélagsgerð eins og fyrir- myndarnýbúum sæmir. Markmiðið er að verða „besta mögulega útgáfan af sjálfum sér“– sú heimspeki að kannski sé ekki hægt að breyta heiminum, en þeim mun ríkari ástæða sé til að breyta sjálfum sér, eða frekar að heim- inum verði einmitt og einungis breytt með því að breyta sjálfum sér og bæta sig, senda út frá sér góða og jákvæða strauma um leið og maður fjárfestir í spennandi og arðvænlegu verkefni með góðri og gildri samvisku. Namaste Inc. kannski. „Það er eitthvað við búddisma sem hentar gríðarlega vel í vest- rænum neyslusamfélögum,“ segir Stefán, „samanber þessi endalausu viðtöl við fólk sem stundar hugleiðslu. DJ-ar og grænmetisætur og millistjórnendur. Mikill friður, mikið nú.“ Og skyndilega virðist botnlaus vísdómur falinn í boðskap stórfjölskyldu Michaels Jackson sem syngur endurborin: Við tökum ákvörðun um að bjarga eigin lífi það er satt – við sköpum betri tíð – bara þú og ég.71 „Er ekki eitthvað til í þessu hjá þeim sem segja [búddisma] vera hina full- komnu hækju í vestrænt hversdagslíf?“ spyr Stefán og kinkar kolli til slóv- enska heimspekingsins Slavoj Žižek sem bent hefur á að þótt „vestrænn búddismi“ sé allajafna kynntur sem úrræði við streitunni og álaginu sem ásækja gjarnan íbúa kapítalískra samfélaga – auðfarinn slóði að innri ró og friði – sé hann í raun og veru fullkominn hugmyndafræðilegur viðauki sem ýtir stoðum undir og réttlætir um leið fjarlægð einstaklinga og firringu þeirra gagnvart hreyfingu hagkerfisins, merkingu tæknibreytinga og félags- legum áhrifum þeirra.72 „Þú ræður hvort þú borgar, ræður hvort þú mætir, ræður hvað þú gerir,“ segir Stefán. „Alvöru búddistar eru gæjar sem kveikja í sér, skilurðu mig. En svona er hægt að lina kvíðann og stressið sem líf þitt framkallar svo þú getir haldið áfram að lifa þessu sama líferni óbreyttu. Um hvað snýst þetta allt hérna í kringum okkur,“ spyr hann Arnmund og heldur áfram: Tylla sér í tíu mínútur á hverjum föstudegi með logandi kerti og kjarna sig með litla hugleiðsluappinu sínu og minna sig á alls konar þægilega og hentuga hluti á borð við að þú sért ekki egóið þitt, að þú sért í raun eiginlega ekki til sem einstaklingur heldur sértu krúttleg og meinlaus birtingarmynd náttúrulegrar einingar – og sért þar með í raun ekki ábyrgur fyrir einu eða neinu – og draga svo niður heyrnartólin með rólyndislegt sælubros á vör og skrolla niður Instagram og minna þig á að það sé náttúrulega heittrúað fólk sem er rótin að allri illsku heimsins og bara ef allt þetta heimska og þröngsýna lið um allan heim, þessir milljarðar manna sem vita
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.