Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 89
Á b a r m i G l e ð i n n a r TMM 2018 · 2 89 tröppurnar, geng síðan að heita pottinum og heilsa á báða bóga. Ég ætla alltaf að reyna að tala við einhvern, brydda upp á einhverju skemmtilegu. En ýmist er Foringinn í skemmtilegum samræðum sem taka allt sviðið eða skvaldrið er svo óbærilega hátt að engin orðaskil greinast. Samtöl eru því erfið. Potturinn fyllist af morgunhressu fólki með ljómandi augu og hrausta húð. Vilborg sjálf er mætt í þetta sinn, kemur seint en kemur þó. Hún er spurð hvort hún hafi ekki heyrt Kallið. „Jú, jú, ég heyrði Kallið og hér er ég komin,“ segir hún. Hún er alltaf spurð að þessu þegar hún mætir. Hún svarar alltaf á sama hátt. Kolla rennir sér ofan í pottinn. Ég syndi stundum á brautinni við hlið hennar. Ég gerði þau mistök fyrst að reyna að elta hana. Reyndar hef ég þann vana að keppa við fólkið á næstu brautum. Framan af sundævi minni færði þessi „keppni“ mér heim sanninn um yfirburði mína. Síðasta áratuginn eða svo hefur það hins vegar gerst að æ fleiri synda framúr mér. Það kemur að því að ég verð að viðurkenna að umheimurinn er að yngjast. En sá dagur er ekki kominn. Ég slæ honum daglega á frest. Kolla er hörku sundkona, syndir bringusund aðra ferðina og skriðbaksund hina. Það er mikill þróttur í þessum sundtökum. Jafn mikill þróttur og í þingræðum hennar hér áður fyrr. Ég hef ekki roð við henni. Reyndar hef ég ekki roð við mörgum þessara sundmanna og -kvenna. Froskalappir útskýra hraðann á sumum. En ekki Kollu. Hún notar sína eigin fætur – og þeir eru svona líka sterkir. Skvaldrið í pottinum er farið að höggva óþægilega í eyrun þegar einhver segir: „Hvernig er þetta foringi, á að hanga í pottinum fram á kvöld?“ Foringinn hættir í miðri setningu og kallar yfir í næsta pott: „Kominn tími! Æfingar að hefjast!“ Þetta er merkið sem við höfum öll beðið eftir. Foringinn vippar sér upp úr pottinum og við streymum á eftir. Á bakkanum stillum við okkur upp fyrir framan Foringjann sem stendur við sundlaugarbarminn og snýr baki í laugina. Við stöndum á því svæði sem kallast Vetrarbrautin og afmarkast af vegg útiklefanna annars vegar og heitasta pottsins hins vegar. Þann 8. apríl munum við færa okkur yfir á Costa Blanca sem er svæðið sunnan við kalda pottinn. Þá munu fyrstu geislar sólar ná að skína í þann pott þetta vorið á þessum tíma dags. Á vegg til vinstri handar við okkur er boltað lítið járnskilti hvar á stendur: „Müllersmenn. Kominn tími. Vinir Dóra. 2003.“ Foringinn er Dóri og við erum vinir hans. Þótt hann hafi búið meirihluta ævinnar í Mosfellsbæ sækir hann Vesturbæjarlaug í bítið á hverjum morgni. Þeir sem kunna Söguna hafa sagt mér hana í smábútum. Eða sína sögu af Sögunni. Ég held að enginn kunni hana alveg, ekki einu sinni Foringinn. En hún gæti verið svona: Vorið 1983 byrjaði einhver árrisull sundlaugargesturinn að teygja úr sér við stöng sem var við annan af tveimur pottum sem þá voru í Vesturbæjarlaug. Á þessu gekk nokkra daga þar til annar bættist við, síðan sá þriðji og svo koll af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.