Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 94
A u ð u r S t y r k á r s d ó t t i r 94 TMM 2018 · 2 setið á þingi og er þess vegna treyst fyrir því vandaverki að hafa eftirlit með talningunni. „Já,“ segir Árni, „Ég verð að taka undir þetta hjá Jónínu. Það gerði taln- inguna óvenju snúna hvað Jóndi var duglegur að koma út og inn. En að lokum náði hann nú talningu.“ „Já, hann gerði það nú,“ segir Jónína, „og líka Stefán, hann kom hér í dyrnar þegar æfingar voru hálfnaðar svo hann taldist með.“ „Og hvað erum við þá að tala um, svona á mannamáli?“ spyr Foringinn og vill nú fá svar við einfaldri spurningu. „Jú, þegar allt hefur verið talið og teygt og togað eins og hægt er þá eru þetta þrír í öðru veldi og fjórir í öðru veldi, hvorki meira né minna. Afskap- lega fallegar tölur,“ segir reiknidoktorinnan. Margir pottverjar glenna upp augun yfir svo hárri tölu um miðjan febrúar, í myrkur-, flensu- og sýklatíð. Níu karlar og sextán konur. Sjálf Pýþagórasar- reglan mætt á staðinn. Tuttuguogfimm skrokkar samtals. Það er bara tölu- vert. Ánægjukurr stígur upp frá hópnum í pottinum. Mér kemur allt í einu í hug kanadíska könnunin sem sýndi að magnið af þvagi í heitum pottum er þrefalt meira en í laugum. Þrefalt meira! Það þýðir að í 10 manna heitum potti, sem tekur um 2000 lítra af vatni, eru 0,027 pró- sent hland. Það er hálfur lítri. Ég ákveð að hafa ekki orð á þessu. Ekki núna og ekki heldur síðar. Svona upplýsingar eru friðarspillar. Brátt verður upplausn hjá Vinum Dóra þegar fólk tínist upp úr pottinum og heldur sitt í hverja áttina. Sumir ganga beint inn í búningsklefana án frekari umsvifa; aðrir drolla áfram, ýmist í sánunni, gufubaðinu, öðrum potti eða kalda pottinum. Ég fer ofan í þann síðastnefnda, leggst á botninn, tel hægt upp að tíu og vippa mér síðan snöggt uppúr. Hjartað sem tók and- köf í ísköldu vatninu nær sér hægt á strik og samanskroppin húðin réttir úr sér með auknu blóðstreymi um æðarnar. Endorfínið þýtur. Mikið svakalega er þetta gott! Nokkrir karlanna hafa stillt sér upp við norðurtröppurnar í barnalauginni og kalla til Gylfa sem stendur í efstu vesturtröppunni: „Alles klar, herr kommissar! Lát vaða! Haben sie graben sie, bitte! Schnellen und Schnell! Aber boten nicht schraben, bitte!“ Gylfi stingur sér ofan í laugina og lemur sig áfram með fótunum milli stiganna með miklum bægslagangi. Þegar hann nær yfir kalla hinir: „Hætta!“ Þá hættir Gylfi að busla. Í útiklefanum víkja sundhettur af höfðum og sundbolir af kroppum. Hár er þvegið og síðan greitt og blásið. Klæði eru týnd af snögum og fest á líkami. Andlitin fá ýmis konar smyrsl og farða. Í anddyrinu rekst ég á nokkra karl- menn sem eru búnir að þvo sér og klæða og eru líka á leiðinni út. Ég þekki ekki þessa kappklæddu menn fyrir sömu menn. Ég veit ekki hvort þeir þekkja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.