Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 96
Va l u r G u n n a r s s o n
96 TMM 2018 · 2
Valur Gunnarsson
Heisenberg í Kaupmannahöfn
Nasistar og kjarnavopn
Ein af stærstu „hvað ef“ spurningum seinni tíma sögu hlýtur að vera sú hvort
nasistar hefðu getað verið fyrri til að finna upp kjarnorkusprengjuna. Óttinn
við það fékk friðarsinnann Einstein til að skrifa Roosevelt bréf þar sem hann
hvatti Bandaríkjamenn til að smíða kjarnavopn, og Norðmenn hreykja sér af
því að hafa komið í veg fyrir áformin með árás sinni á Rjukan-virkjunina,
eins og sjá mátti í sjónvarpsþáttunum Tungtvannsaksjonen. En hversu nálægt
voru Þjóðverjar því að ná þessu markmiði? Breska leikritaskáldið Michael
Frayn velti þessari spurningu fyrir sér í verki sem nú fagnar tvítugsafmæli.
Og aftur voru Norðurlöndin í brennidepli.
Leikritið Copenhagen fjallar um fund eðlisfræðinganna Werner Heisen-
bergs og Niels Bohr í samnefndri borg haustið 1941. Það var fyrst sett á
svið árið 1998, en fjórum árum síðar gerði BBC sjónvarpsútgáfu af verkinu.
Fór Daniel Craig með hlutverk Heisenbergs, Stephen Rea lék Bohr og Fran-
cesca Annis lék Margrete, eiginkonu Bohrs. Fleiri eru hlutverkin ekki, en
Heisenberg er hér að segja má í tvöföldu hlutverki. Annars vegar er hann
söguleg persóna sem fékk það verkefni að smíða kjarnorkusprengju fyrir
nasista. Hins vegar er hann upphafsmaður óvissulögmálsins, sem er einmitt
sá grundvöllur sem sagnfræðingar byggja á þegar þeir velta fyrir sér hvort
hlutirnir hefðu getað þróast á annan veg en þeir í raun gerðu. Og uppbygging
leikritsins tekur mið af því líka.
Heisenberg er látinn lýsa því í verkinu hvernig hann fékk fyrst hugmynd-
ina að óvissulögmálinu. Hann var einn á ferð í Fælledparken að næturlagi og
velti því fyrir sér hvernig hann myndi koma fyrir sjónir ef Bohr fylgdist með
honum ofan af fjalli í Noregi. Við og við myndi hann lýsast upp eftir því sem
hann nálgaðist hvern ljósastaurinn á fætur öðrum og hverfa síðan aftur þegar
hann stígur út úr birtunni. Hvað gerist þarna á milli getur sá sem fylgist með
ekki vitað, aðeins hvernig hann lítur út á meðan ljósið fellur á hann.
En nú flækjast málin enn. Heisenberg tekur sér lampa í hönd og nú er
það Bohr sem er í hlutverki rafeindarinnar og Margarete er frumeindar-
kjarninn. Heisenberg eltir Bohr uppi og lýsir á hann með lampa sínum, en
þetta hefur þau áhrif að Bohr víkur sér undan. Bohr hefur breytt um stefnu
vegna ljóss Heisenbergs. Sá sem fylgist með hefur áhrif á það sem horft er á,
og gildir þetta bæði um manneskjur og öreindir (Frayn, bls. 66–67). Til að