Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 98
Va l u r G u n n a r s s o n 98 TMM 2018 · 2 sem fylgdi í kjölfar Newtons og náttúrulögmála hans og var nánar útfærð af Leibniz og Hume. Allt sem hefur gerst hlaut að gerast og hægt er að rekja orsakasamhengið að því gefnu að menn viti allar breyturnar. Telur hann þetta vera jafnvel enn strangari heim en þann sem guð átti að hafa skapað. Guð getur verið dyntóttur og jafnvel er hægt að hafa áhrif á hann með bænum, en heimur Newtons leyfir engin frávik. Þegar skammtafræðin kom til skjalanna hurfu hins vegar allar öruggar útkomur sjónum (Gribbin, bls. 208) og óreiðan tók við. Það sama á við um mannkynssöguna, segir Ferguson. Ekkert af því sem gerst hefur var óhjákvæmilegt heldur aðeins ein af mörgum hugsan- legum niðurstöðum, og ekki einu sinni alltaf sú líklegasta. Því erum við í fullum rétti að velta því fyrir okkur hvað hefði getað farið öðruvísi. Hið ytra umhverfi hefur áhrif á gerðir fólks, en stjórnar því aldrei alveg. Eða eins og Heisen berg segir í leikritinu: Nákvæmlega hvert þú stefnir þegar þú ráfar um er að sjálfsögðu algerlega undir genum þínum komið og hinum ýmsu utanaðkomandi öflum sem verka á þig. En það er líka algerlega þínum eigin dularfullu dyntum háð frá einu augnabliki til hins næsta. Svo það er engin leið að skilja hegðun þína til fulls nema með því að sjá alla þessa hluti í einu, og það er ógerlegt.1 Umhverfið og einstaklingurinn hafa áhrif hvort á annað, en ekki alltaf með fyrirsjáanlegum hætti, og ómögulegt að segja með fullri vissu hvernig fólk muni hegða sér undir ákveðnum kringumstæðum. Sumar útkomur eru líklegri en aðrar, en það er alltaf óvissa. Mannkynssaga sem óvissa Á þeim rétt rúmum 20 árum sem hafa liðið frá því Ferguson gaf bók sína út hafa vangaveltur um „hvað ef“ notið æ meiri athygli, bæði sem bókmennta- grein og innan fræðiheimsins. Sem dæmi má nefna að svokölluð „Ef saga“ hefur verið kennd sem áfangi við Háskóla Íslands. Svo vildi til að kennarinn, Guðni Th. Jóhannesson, var kosinn forseti Íslands áður en hann gat haldið námskeiðið. Annar kennari tók við, en Guðni var fenginn sem gestafyrir- lesari. Í erindi sínu velti hann því fyrir sér hvað hefði þurft að gerast til þess að hann hefði ekki orðið forseti. Nefndi hann allt frá bílslysi, sem hefði getað reynst banvænt, yfir í þá tilviljun að hann var fenginn í annars stað til að lýsa Panamaskjalahneykslinu í Ríkissjónvarpinu, sem leiddi aftur til þess að hann var í fyrsta sinn orðaður við forsetaembættið (fyrirlestur í Háskóla Íslands 17. febrúar 2016). Líklega hefði það ekki breytt svo miklu fyrir mannkyns- söguna ef einhver annar hefði orðið forseti Íslands sumarið 2016. Öðru máli gegnir um viðburði á borð við þann ef nasistar hefðu fundið upp kjarnorku- sprengjuna. En var slíkt nokkurn tímann mögulegt? Einn af þeim sem hefur velt þessu fyrir sér er bandaríski herforinginn John H. Gill, sem skrifaði grein í bókina The Hitler Options frá 1998 þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.