Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 99
H e i s e n b e r g í K a u p m a n n a h ö f n TMM 2018 · 2 99 herfræðingar velta því fyrir sér hvernig nasistar hefðu mögulega getað unnið stríðið. Í sviðsmynd sinni lætur Gill Heisenberg deyja í sprengingu á rann- sóknarstofu sinni í Leipzig þegar tilraun fer úrskeiðis árið 1942. Þetta leiðir til þess að skriður kemst á kjarnorkurannsóknir Þjóðverja. Gill er þannig sammála þeim sem vilja meina að Heisenberg hafi viljandi tafið fyrir rann- sóknum nasista (Cornwell, bls. 403). Hann telur að þó að Heisenberg hafi verið þjóðernissinni sem ekki vildi að Þýskaland tapaði stríðinu, þá vildi hann heldur alls ekki að Hitler fengi aðgang að kjarnorkuvopnum. Í staðinn er það eðlisfræðingurinn og nasistinn Kurt Diebner sem tekur við rann- sóknunum, og sá er staðráðinn í að þær takist (Hitler Options, bls. 145–148). Þetta er einn af þeim möguleikum sem Frayn veltir fyrir sér. Heisenberg réttlætir ákvörðun sína að samþykkja að leiða kjarnorkuáætlun nasista með þeim rökum að annars taki Diebner við. Bohr segir að Diebner hafi ekki einu sinni fjórðung af hæfileikum Heisenbergs, sem svarar: Ekki einn tíunda. En hann var tíu sinnum ákafari í að gera þetta. Sagan hefði getað orðið allt öðruvísi ef það hefði verið Diebner sem útskýrði áætlunina á fundinum með Albert Speer.2 Á þessum fræga fundi spyr hergagnamálaráðherrann Speer hvað Heisen- berg þurfi til þess að framleiða sprengjuna og býðst til þess að útvega það. Heisenberg svarar að svo langt sé í land að betra sé að nýta fjármagnið í annað (Speer, bls. 304–5). Eðlisfræði sem vopn En var Heisenberg að blekkja Speer eða var hann einfaldlega að vera heiðar- legur? Leikritið kemst að þeirri niðurstöðu, sem flestir sagnfræðingar eru sammála um (Cornwell, bls. 403), að Heisenberg hafi einfaldlega ekki kunnað að búa til kjarnorkusprengju. En hvað ef þetta hefði farið öðruvísi? Í einni mögulegri útgáfu af samræðum sínum við Bohr útskýrir Daninn óafvitandi fyrir honum hvernig virkja skuli úraníum með því að benda honum á mistök í útreikningunum. Heisenberg finnur í kjölfarið upp kjarnorkusprengjuna og Bohr segir: „Og skyndilega fer mjög breyttur og mjög skelfilegur heimur að taka á sig mynd.“3 Ef til vill mátti svo litlu muna að allt hefði farið á annan veg. Sagan er full af hendingum eins og þessum, ein lítil mistök í útreikningum gera það að verkum að einum aðila tekst ekki það sem öðrum tekst. En líkindin voru alltaf á móti nasistum. Speer taldi sjálfur í endurminningum sínum að ef til vill hefði verið mögulegt að framleiða kjarnorkusprengju árið 1945, en þá hefði þurft að setja öll önnur verkefni á hakann. Líklega hefði sprengjan þrátt fyrir það ekki orðið tilbúin fyrr en 1947, þegar stríðinu var löngu lokið (Speer, bls. 304–5). En hvað ef þeir hefðu byrjað fyrr heldur haustið 1941? Þjóðverjar voru vissulega framarlega í kjarneðlisfræði þegar Hitler komst til valda árið 1933,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.