Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 99
H e i s e n b e r g í K a u p m a n n a h ö f n
TMM 2018 · 2 99
herfræðingar velta því fyrir sér hvernig nasistar hefðu mögulega getað unnið
stríðið. Í sviðsmynd sinni lætur Gill Heisenberg deyja í sprengingu á rann-
sóknarstofu sinni í Leipzig þegar tilraun fer úrskeiðis árið 1942. Þetta leiðir
til þess að skriður kemst á kjarnorkurannsóknir Þjóðverja. Gill er þannig
sammála þeim sem vilja meina að Heisenberg hafi viljandi tafið fyrir rann-
sóknum nasista (Cornwell, bls. 403). Hann telur að þó að Heisenberg hafi
verið þjóðernissinni sem ekki vildi að Þýskaland tapaði stríðinu, þá vildi
hann heldur alls ekki að Hitler fengi aðgang að kjarnorkuvopnum. Í staðinn
er það eðlisfræðingurinn og nasistinn Kurt Diebner sem tekur við rann-
sóknunum, og sá er staðráðinn í að þær takist (Hitler Options, bls. 145–148).
Þetta er einn af þeim möguleikum sem Frayn veltir fyrir sér. Heisenberg
réttlætir ákvörðun sína að samþykkja að leiða kjarnorkuáætlun nasista með
þeim rökum að annars taki Diebner við. Bohr segir að Diebner hafi ekki einu
sinni fjórðung af hæfileikum Heisenbergs, sem svarar:
Ekki einn tíunda. En hann var tíu sinnum ákafari í að gera þetta. Sagan hefði
getað orðið allt öðruvísi ef það hefði verið Diebner sem útskýrði áætlunina á
fundinum með Albert Speer.2
Á þessum fræga fundi spyr hergagnamálaráðherrann Speer hvað Heisen-
berg þurfi til þess að framleiða sprengjuna og býðst til þess að útvega það.
Heisenberg svarar að svo langt sé í land að betra sé að nýta fjármagnið í annað
(Speer, bls. 304–5).
Eðlisfræði sem vopn
En var Heisenberg að blekkja Speer eða var hann einfaldlega að vera heiðar-
legur? Leikritið kemst að þeirri niðurstöðu, sem flestir sagnfræðingar eru
sammála um (Cornwell, bls. 403), að Heisenberg hafi einfaldlega ekki kunnað
að búa til kjarnorkusprengju. En hvað ef þetta hefði farið öðruvísi? Í einni
mögulegri útgáfu af samræðum sínum við Bohr útskýrir Daninn óafvitandi
fyrir honum hvernig virkja skuli úraníum með því að benda honum á mistök
í útreikningunum. Heisenberg finnur í kjölfarið upp kjarnorkusprengjuna og
Bohr segir: „Og skyndilega fer mjög breyttur og mjög skelfilegur heimur að
taka á sig mynd.“3
Ef til vill mátti svo litlu muna að allt hefði farið á annan veg. Sagan er full
af hendingum eins og þessum, ein lítil mistök í útreikningum gera það að
verkum að einum aðila tekst ekki það sem öðrum tekst. En líkindin voru
alltaf á móti nasistum. Speer taldi sjálfur í endurminningum sínum að ef
til vill hefði verið mögulegt að framleiða kjarnorkusprengju árið 1945, en
þá hefði þurft að setja öll önnur verkefni á hakann. Líklega hefði sprengjan
þrátt fyrir það ekki orðið tilbúin fyrr en 1947, þegar stríðinu var löngu lokið
(Speer, bls. 304–5).
En hvað ef þeir hefðu byrjað fyrr heldur haustið 1941? Þjóðverjar voru
vissulega framarlega í kjarneðlisfræði þegar Hitler komst til valda árið 1933,