Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 103
S ó l o n I s l a n d u s – h e t j u s a g a ? TMM 2018 · 2 103 Hjalti Þorleifsson Sólon Islandus – hetjusaga? Um birtingarmynd Sölva Helgasonar í skáldsögu Davíðs Stefánssonar1 Af verkum Davíðs Stefánssonar (1895–1964) frá Fagraskógi hefur Sólon Islandus (1940) sérstöðu þar sem um er að ræða einu skáldsögu höfundarins; hann haslaði sér einkum völl sem ljóð- og leikritaskáld. Sagan hlaut góðar viðtökur á sínum tíma, var rómuð af flestum gagnrýnendum, seldist vel og hefur ávallt notið vinsælda.2 Sem kunnugt er byggir Davíð frásögn sína á ævi förumannsins Sölva Helgasonar (1820–1895) sem á sinni tíð varð frægur fyrir viðburðaríkt líferni og sérkennilegt háttalag. Í efnistökum gætir nákvæmni, reynt er að fylgja lífshlaupi fyrirmyndarinnar í öllum meginatriðum og er verkið mikið að vöxtum, frumútgáfan telur samtals yfir 600 síður í tveimur bindum.3 Sölvi átti eins og margur erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi 19. aldar. Hann var enn á barnsaldri þegar hann missti foreldra sína, mátti þola harðræði og slæman aðbúnað í æsku norður í Skagafirði, og á fullorðins- árum tolldi hann illa í vinnumennsku og flæktist einsamall um landið undir því yfirskini að iðka hinar ýmsu listir. Var hann tvívegis dreginn fyrir rétt og hlaut dóma fyrir skjalafals, brot gegn vistarbandinu og þjófnað.4 Eftir- mæli Sölva urðu misjöfn en af einhverjum ástæðum hefur sú hefð skapast að meðhöndlun Davíðs á persónu hans tjái öðru fremur einstakan hlýhug með mönnum á jaðri samfélagsins. Bókmenntafræðingurinn Sveinn Skorri Höskuldsson (1930–2002) fullyrti til að mynda í grein árið 1995 að sagan sé „yljuð af samúð Davíðs með olnbogabörnum og utangarðsmönnum þessa heims“,5 auk þess sem höfundur innlifi sig og samsami listamannsstolti og skaphita söguhetjunnar.6 En þegar að er gáð er að sjá sem þessi meðaumkun sé tvíbent og á heildina litið sé birtingarmynd Sölva með öðrum hætti í sögunni enda hafi markmiðið í raun síður en svo verið að vekja samkennd með hans líkum. Ýmislegt hefur verið tínt til um ástæður þess að Davíð réðst í þetta mikla verk. Það liggur fyrir að honum var Sölvi lengi hugstæður og töluvert áður en hafist var handa við skriftirnar hafði hann ferðast á helstu staði tengda lífi hans auk þess að sanka að sér teikningum og málverkum eftir hann. Ritunartíminn var einnig í lengra lagi en drög að sögunni munu þegar hafa legið fyrir í kringum árið 1925.7 Í viðtali í Morgunblaðinu í nóvember 1940 lagði Davíð áherslu á að bókin væri samin sem innlegg í samtímaumræðuna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.