Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 103
S ó l o n I s l a n d u s – h e t j u s a g a ?
TMM 2018 · 2 103
Hjalti Þorleifsson
Sólon Islandus – hetjusaga?
Um birtingarmynd Sölva Helgasonar í
skáldsögu Davíðs Stefánssonar1
Af verkum Davíðs Stefánssonar (1895–1964) frá Fagraskógi hefur Sólon
Islandus (1940) sérstöðu þar sem um er að ræða einu skáldsögu höfundarins;
hann haslaði sér einkum völl sem ljóð- og leikritaskáld. Sagan hlaut góðar
viðtökur á sínum tíma, var rómuð af flestum gagnrýnendum, seldist vel og
hefur ávallt notið vinsælda.2 Sem kunnugt er byggir Davíð frásögn sína á ævi
förumannsins Sölva Helgasonar (1820–1895) sem á sinni tíð varð frægur fyrir
viðburðaríkt líferni og sérkennilegt háttalag. Í efnistökum gætir nákvæmni,
reynt er að fylgja lífshlaupi fyrirmyndarinnar í öllum meginatriðum og er
verkið mikið að vöxtum, frumútgáfan telur samtals yfir 600 síður í tveimur
bindum.3 Sölvi átti eins og margur erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi 19.
aldar. Hann var enn á barnsaldri þegar hann missti foreldra sína, mátti þola
harðræði og slæman aðbúnað í æsku norður í Skagafirði, og á fullorðins-
árum tolldi hann illa í vinnumennsku og flæktist einsamall um landið undir
því yfirskini að iðka hinar ýmsu listir. Var hann tvívegis dreginn fyrir rétt
og hlaut dóma fyrir skjalafals, brot gegn vistarbandinu og þjófnað.4 Eftir-
mæli Sölva urðu misjöfn en af einhverjum ástæðum hefur sú hefð skapast
að meðhöndlun Davíðs á persónu hans tjái öðru fremur einstakan hlýhug
með mönnum á jaðri samfélagsins. Bókmenntafræðingurinn Sveinn Skorri
Höskuldsson (1930–2002) fullyrti til að mynda í grein árið 1995 að sagan sé
„yljuð af samúð Davíðs með olnbogabörnum og utangarðsmönnum þessa
heims“,5 auk þess sem höfundur innlifi sig og samsami listamannsstolti og
skaphita söguhetjunnar.6 En þegar að er gáð er að sjá sem þessi meðaumkun
sé tvíbent og á heildina litið sé birtingarmynd Sölva með öðrum hætti í
sögunni enda hafi markmiðið í raun síður en svo verið að vekja samkennd
með hans líkum.
Ýmislegt hefur verið tínt til um ástæður þess að Davíð réðst í þetta mikla
verk. Það liggur fyrir að honum var Sölvi lengi hugstæður og töluvert áður
en hafist var handa við skriftirnar hafði hann ferðast á helstu staði tengda
lífi hans auk þess að sanka að sér teikningum og málverkum eftir hann.
Ritunartíminn var einnig í lengra lagi en drög að sögunni munu þegar hafa
legið fyrir í kringum árið 1925.7 Í viðtali í Morgunblaðinu í nóvember 1940
lagði Davíð áherslu á að bókin væri samin sem innlegg í samtímaumræðuna