Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 122
H u g v e k j u r 122 TMM 2018 · 2 markaða ábyrgð á gerðum sínum. Það eru bara hinir valdalausu sem þurfa að taka fulla ábyrgð á sínum gerðum – og sitja jafnan upp með ábyrgðina af gerð- um annarra. Stjórnendur fyrirtækja, sem bera víð- tækari ábyrgð en hlutafjáreigendurnir, að minnsta kosti í orði kveðnu, hafa af því mikla hagsmuni að búa svo um hnúta að ábyrgð þeirra sé sem minnst þegar á hólminn er komið. Þeir vinna að því ötullega að koma sér í þá stöðu að sá skaði sem þeir valda sé ekki skilgreindur sem skaði og að fá viðurkenningu á því að þeir hafi allskonar réttindi sem tak- marka svigrúm annarra til að láta þá taka fulla ábyrgð á gerðum sínum. Gagnvart kerfinu er það stigsmunur en ekki eðlis hvort barnaníðingur á heimt- ingu á því að fá uppreist æru eða hvort eigandi sjókvíaeldis má menga hafið og spilla villtum laxastofnum eða hvort ráðherrar geti sleppt því að svara fyrir ef þjóðarbúið hrynur á þeirra vakt. Allir hafa þeir komið sér í réttindastöðu en til þess að nýta slíka stöðu þarf að vera tryggt að dómskerfið og stjórnsýslan, sem vottar og veitir réttindi, sé sam- kvæm sjálfri sér í afgreiðslum sínum. Ef samkvæmni væri ekki æðsta dyggð kerfisins, heldur til dæmis bara ofarlega í dyggðaröðinni, á eftir skynsemi og réttlæti, þá væri mun erfiðara að nýta réttindastöðu til að koma sér undan ábyrgð. Þess vegna fá barnaníðingar að fljóta með þegar slegin er skjaldborg um réttinn til að skaða aðra án ábyrgðar. Það er sjaldgæft að það sjáist jafnskýrt og greinilega hver er raunverulegur til- gangur hagsmunagæsluflokka eins og Sjálfstæðisflokksins, en þegar þingmenn hans létu hafa sig út í að ganga frekar af fundi allsherjarnefndar en að þurfa að líta á gögn um uppreist æru Roberts Downey þá sýndu þeir hvar hjarta þeirra slær. Þeim hefur líklega verið alveg sama um þetta uppreistarmál – það er í þeirra huga tæknilegs eðlis og kallar bara á axlayppingar – en þeim er ekki sama um grundvallarréttindi valdafólks til að valda öðrum skaða án ábyrgðar. Það er tilgangur þeirra að standa vörð um þau réttindi og samkvæmnina sem tryggir þau. Það er nefnilega ekki hægt að græða mjög mikið af peningum án þess að valda einhverjum skaða og ef það ætti að búa svo um hnúta að enginn yrði nokkkurntíma fyrir neinum skaða þá myndi samfélag okkar leggjast á hliðina – hjól atvinnulífsins myndu hætta að snúast. Og það vill enginn og því sætt- um við okkur við að allskonar fólk verði fyrir allskonar skaða. Mikið af þeim skaða sem fyrirtæki, eignafólk og emb- ættismenn valda er á kostnað fjöldans – skattgreiðenda, neytenda, íbúa. Skaðinn dreifist á marga og enginn einn getur skilgreint sig sem sérstakt fórnarlamb – sá sem gerir það fær enga samúð frá meðbræðrum sínum sem eru í sömu súpunni. Valdafólk getur hinsvegar oft skilgreint sig sem fórnarlömb og er þá jafnframt í aðstöðu til að beita réttar- kerfinu til að ná fram réttindum sínum. Það að vera fórnarlamb og bera tak- markaða ábyrgð eru í raun tvær hliðar á sama peningi. Útgerðarmenn eru fórn- arlömb stjórnvalda sem þráast við að fella gengið eða mylja nógu mikið undir þá, bankamenn og kaupahéðnar eru fórnarlömb sérstaks saksóknara, sam- keppniseftirlitsins en þó aðallega launa- fólks sem fer fram með óábyrgar launa- kröfur og bændur eru fórnarlömb – ég veit ekki alveg hvers, fólksins sem kaup- ir afurðirnar þeirra og borgar skattana sem niðurgreiða þær? Við þekkjum vel alla þessa grátkóra og vitum að tilgang- urinn er að koma sér hjá því að taka fulla ábyrgð á eigin málum. Sá sem öðl- ast viðurkenningu sem fórnarlamb fær
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.