Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 124
124 TMM 2018 · 2 Maríanna Clara Lúthersdóttir Efni og áferð manneskjunnar Kristín Eiríksdóttir: Elín, ýmislegt. JPV útgáfa 2017. 182 bls. Elín, ýmislegt er önnur skáldsaga Krist- ínar Eiríksdóttur og við fyrstu sýn nokkuð frábrugðin fyrri verkum hennar. Þó má finna kunnuglega þræði sem tengja verkin og raða þeim upp í heillega mynd sem sýnir kannski fyrst og fremst sársaukafullt brot innra með manneskj- unni. Brot sem felst í fyrirfram tapaðri baráttu fyrir því að skilja okkur sjálf og rætur okkar – því ræturnar eru gegn- sýrðar af eitri fyrri kynslóða, áföllum sem þær urðu fyrir og hafa ekki unnið úr. Persónur í verkum Kristínar eru af þessum sökum (og öðrum) jaðraðar og eiga í erfiðleikum með að fóta sig í sam- félaginu. Hversu sýnilegir þessir erfið- leikar eru öðrum er misjafnt en flestir koma fyrr eða síðar upp um sig þegar þeim mistekst að leika venjulega mann- eskju. Þær eru eins og púsl sem ekki passa inn í heildarmyndina, þjást af rót- leysi sem er m.a. undirstrikað í Elín, ýmislegt með rótlausu plöntunni Til- landsiu sem birtist af og til. Í skrifum sínum hefur Kristín löngum rannsakað hvernig áföll berast milli kynslóða og hvernig áfalla streitu- röskun prentast í raun inn í DNA okkar og ferðast þannig áfram nema víta- hringurinn sé rofinn – en slíkt er auð- vitað hægara sagt en gert. Ef manneskja verður fyrir áfalli og vinnur ekki almenni lega úr því situr það áfram í lík- ama og sál og næst þegar eitthvað kemur uppá, jafnvel eitthvað smávægi- legt, fara líkaminn og heilinn beint í fyrra áfallið – á þann hátt upplifir manneskjan í sífellu sama áfallið aftur og aftur ef ekki tekst að vinna úr því. Þannig sýnir Kristín okkur oft mann- eskjur sem virðast vera skrímsli og afhjúpar svo áfallið eða áföllin sem sköpuðu ómennskuna. Í leikriti hennar og Karíar Grétudóttur frá 2013, Karma fyrir fugla, er unnið með áföll sem ganga milli kynslóða eins og skelfilegur arfgengur sjúkdómur og í skáldsögunni Hvítfeld (2012) er það nánast stef. Þar vinnur höfundur gagngert með brotna fjölskyldu sem á yfirborðinu lítur út fyrir að vera tiltölulega venjuleg en flett- ir svo ysta laginu af, og með því að grafa sig til baka í gegnum kynslóðirnar fást svör við knýjandi spurningum um per- sónurnar eins og þær eru í dag. Hlutirn- ir eru sjaldnast eins og þeir sýnast hjá Kristínu og oft er manneskjan sem sýn- ist heilbrigð í raun helsjúk og svarti sauðurinn heilli þegar nánar er að gáð. Elín, ýmislegt er í aðra röndina minn- ingabók eða frásögn fullorðinnar konu, Elínar, sem er leikgervahönnuður, en um leið er þetta saga kornunga leik- skáldsins Ellenar. Leiðir þeirra liggja saman þegar sú fyrrnefnda tekur að sér að sjá um leikgervi í sýningu á leikriti eftir þá síðarnefndu. Áhugi Elínar á Ellen virðist sérkennilega mikill enda kemur í ljós að Elín þekkti föður henn- ar, hinn fræga rithöfund Álf Finnsson, og hafði þar að auki hitt stúlkuna undir erfiðum kringumstæðum mörgum árum áður. Þessar tvær konur virðast í U m s a g n i r u m b æ k u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.