Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 125
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 2 125 upphafi gjörólíkar en eftir því sem frá- sögn Elínar vindur fram verða speglanir milli þeirra sífellt fleiri og skýrari. Eins og í Hvítfeld vinnur Kristín með óáreiðanlega sögumenn. Í upphafi virð- ist raunar leitun að ábyggilegri mann- eskju en hinni vanaföstu, alvarlegu Elínu en þegar líður á bókina fara að renna á lesandann tvær grímur. Hún virðist traust í fyrstu en ef til vill dálítið einræn á meðan Ellen er fullkomlega óútreikn- anleg og varla í tengslum við raunveru- leikann. Undarlegir atburðir verða á vegi Elínar sem lesandinn afgreiðir til að byrja með eingöngu sem absúrdpælingar höfundar en eftir því sem líður á söguna verður smám saman ljóst að Elín þjáist af heilabilun eins og amma hennar á undan henni og tengslaleysið stafar mögulega ekki eingöngu af því að hún kjósi einveruna. Þannig verður undar- lega konan á efri hæðinni, Helena leigj- andi Elínar, kannski ekki svo undarleg þegar upp er staðið og jafnvel eru til rök- rænar skýringar á föla manninum sem Elín rekst á inni í stofu hjá sér. Öll frá- sögnin verður þannig örvæntingarfull tilraun Elínar til að skrásetja og njörva niður hugsanir sem fljúga út um allt. Minningabók byggir á minninu og sögu- maður sem ekki man og sem ekki er lengur fær um að gera tengingar getur ekki sagt söguna. Á sama tíma og ljóst verður að Elín er að missa tengsl við raunveruleikann verður persóna Ellenar smám saman skiljanlegri og gjörðir hennar sömuleiðis. Jöðrun beggja kvenna í samfélaginu má svo m.a. rekja til mæðra þeirra og formæðra. Lilja móðir Ellenar er frústreruð myndlistar- kona og á við geðræn vandamál að stríða og móðir Elínar virðist hafa fyrirfarið sér eða í öllu falli þjáðist hún af þung- lyndi og varð bráðkvödd eftir neyslu vodka og lyfja. Óttinn við að missa alveg sambandið við raunveruleikann vofir yfir Elínu og raunar öllum persónunum: „Einhvern veginn hafði ég alltaf ímynd- að mér að ég færi einsog amma. Að hug- urinn yrði tæmdur þar til skipanir hættu að berast líkamanum. Tilhugsunin hafði skelft mig síðan ég kvaddi hana. Hugs- unin skelfdi mig svo mikið að ég kláraði hana aldrei. Hún ferðaðist með mér óhugsuð, mótaði mig, fann sér farvegi í gegnum mig. Óttinn við að missa vitið.“ (Bls. 127) Undir lokin leysist frásögnin nánast upp í rótlausum hugsunum Elín- ar, allt rennur saman og verður merk- ingarlaust – líka orð og nöfn. Elín, Ellen og Helena bera þar að auki allar nánast sama nafnið og þegar veruleikar fara að renna saman gera nöfn þeirra og per- sónur það sömuleiðis. Kristín er myndlistarmenntuð og lýs- ingar hennar á efni og áferð eru iðulega nákvæmar, sláandi og heillandi en jafn- framt óþægilega raunverulegar og nær- göngular. Skemmst er að minnast Koks (2014) sem var hvort tveggja í senn myndlistarverk og ljóðabók. Sjálf segir hún í viðtali að hún sé gríðarlega næm fyrir efnum og áferð og oft sé þetta hennar leið inn í skáldskap. Hún segist þola illa þegar fólk blandar undarlegum efnum saman ómeðvitað og sjálf vinni hún gagngert með slíkar andstæður til að kalla fram áhrif – jafnvel óþægindi.1 Í Elín, ýmislegt býr Elín til leikgervi og leikmuni og eðli málsins samkvæmt eru þetta gjarnan hlutir sem einir sér eru fáránlegir, óhugnanlegir og hljóta að birtast okkur eins og undarleg tákn. Meðal þess sem hún vinnur að er eitur- slanga, ör á vanga og stakir eða afsagað- ir líkamspartar. Í hrífandi en óþægileg- um lýsingum fær lesandinn að fylgjast með vinnslu hlutanna sem og vangavelt- um listakonunnar um hvernig sé best að ná fram ákveðnum áhrifum. Stundum treystir Elín fingrum sínum betur en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.