Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 126
U m s a g n i r u m b æ k u r
126 TMM 2018 · 2
augunum í að ná fram sannleikanum.
Hún strýkur og þreifar frekar en að
horfa bara. Nákvæmnin og vandvirknin
í hinu efnislega myndar fullkomna and-
stæðu við óreiðuna í huga Elínar þegar á
líður.
Elín er ógift og barnlaus og fyrir utan
ömmu hennar sem ól hana upp er les-
andinn ekki upplýstur um nein sam-
bönd í lífi hennar. Þar er þó undanskilin
lýsing á samskiptum hennar við eldri
mann sem hún kynntist í ferðalagi til
Asíu mörgum árum áður. Í magnaðri
lýsingu á heimi þar sem hinn vestræni
ferðamaður getur keypt sér hvað sem er
– og gerir það – lýsir Elín því hvernig
hún og maðurinn eyða tíma saman án
þess þó að ástarsamband verði til, Elínu
til vonbrigða. Um síðir áttar hún sig á
því að maðurinn er fjöldamorðingi sem
sker höfuðleðrið af fórnarlömbum
sínum. Lítil húðpjatla með hári sem hún
finnur á hótelherbergi mannsins er
skelfileg og grótesk en kallast um leið á
við aflimuðu fingurna sem Elín vinnur
sjálf við að búa til og sömuleiðis hárkoll-
urnar sem amma hennar gerði fyrir
leikhúsið á árum áður: „Hún gerði hár-
kollur sem héngu um allt og voru svo
raunverulegar að þær gátu allt eins verið
höfuðleður sem hún safnaði.“ (Bls. 106)
Eitt árið gaf amman svo Elínu hárbolta
úr eigin hári í jólagjöf – barnabarninu
til hryllings. Öll vinna þau með ein-
angraða hluta líkamans, taka þá úr sam-
hengi og gefa þeim nýtt hlutverk, skapa
jafnvel nýja heima þótt ekki fái lesendur
að vita hvernig fjöldamorðinginn vann
með sitt höfuðleður. Tengslarofið í þess-
um stöku líkamshlutum kallast svo
aftur á við tengslarofið í lífi þeirra. Þessi
gríðarlega persónulega, í sumum tilvik-
um leynilega vinna með efni og form er
ákveðið stef í verkum Kristínar – í Hvít-
feld lokar Dýrleif, amma Jennu, sig niðri
í kjallara þar sem hún býr til óhugnan-
legar litlar postulínsfígúrur í manns-
mynd, og í smásagnasafninu Doris deyr
má finna smásöguna Staðsetja, útvega,
flokka, raða og varðveita þar sem
drengurinn Sindri býr í kjallaranum hjá
móður sinni og á þar gríðarstórt safn
ýmissa muna – þar á meðal beina,
skeggstubba, naglaafklippa og augn-
hára.2 Elín og amma hennar, Sindri úr
Doris deyr og Dýrleif í Hvítfeld vinna
öll í kjallaranum þar sem undirmeðvit-
undin býr og þótt vinna þeirra þyki í
sumum tilfellum óhugnanleg og ósam-
þykkt af samfélaginu en í öðrum tilvik-
um fullkomlega gjaldgeng er einhver
sterkur þráður sameiginlegur hjá þeim
öllum, kannski fellur fjöldamorðinginn
í sama flokk, í öllu falli virðast þau öll
finna sig knúin til að halda áfram vinnu
sinni hvort sem þau eru fordæmd af
samfélaginu eða ekki. Þau eru rekin
áfram af innri þörf til sanka að sér efni
og skapa eigin heim og eiga í erfiðleik-
um með að fóta sig í hinum heiminum.
Áferð og eðli munanna sem Elín
vinnur að hafa sterk áhrif á lesandann
en segja má að áhrifin séu af tvennum
toga. Annars vegar kalla óþægileg efni
og líkamshlutar jafnvel fram líkamleg
viðbrögð en einnig eru þetta tákn og
hafa sem slík vitsmunaleg áhrif og vísa
út fyrir sig. Myndlistarkonan í Kristínu
birtist þannig ekki bara í áferðum held-
ur líka í myndum og táknum sem eru
stundum svo sérstök og dulmögnuð að
þau fá á sig yfirbragð draumsins, hætta
að vera fullkomlega raunsæisleg. Hér má
t.d. nefna rótlausu plöntuna Tillandsiu
sem Elín finnur fyrst á bak við sjón-
varpið og birtist aftur í leikriti Ellenar
sem og glerhesturinn óbærilegi sem
kemur upp úr einum af kössunum sem
skáldsagan hefst eiginlega á.
Titillinn, Elín, ýmislegt kemur frá
þessum kössum sem fundust í húsi