Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 130
U m s a g n i r u m b æ k u r 130 TMM 2018 · 2 eða sögumaður, sem tengir allt saman í eina heild. Í upphafi var hér vitnað til tveggja ljóðrænna textabúta, en miklu væri hægt að bæta við. Ýmsar athugasemdir eru í senn sjálfsögð speki og spaugileg: „Sumir segja að á þessum tíma hafi allt verið miklu einfaldara en það er nú. Það er ekki alfarið rétt“ (262). Þetta er í anda þeirra alþýðlegu sögumanna sem einatt hafa fyrirvara á flestum ályktunum. Nær sögulokum hefur Einar aftur minnt stuttlega á Hamsun og Pan, og hann lætur sögu sinni ljúka að hausti: Þessi saga hófst á sumri, á eilífu sumri, en nú var haust og sumrinu að ljúka. Svöl gola lék um loftið og haustsólin lýsti upp húsveggina. Eitt sinn ætlaði ég að láta mig flýja og skrifa sögu með hryllilegum endalokum. Allt þurfti að enda illa, en ég er fyrir löngu kominn yfir slíkar bábiljur. (273) Þótt sagan endi í sjálfu sér vel, ef að því væri spurt, minnir sögumaðurinn okkur þó á, í lokaorðum sínum, að sögur einstaklinganna fara á einn veg en lífið heldur áfram. Halli situr með vin- inum Jonna. Þeir hafa hist á óvæntum stað, en ljóst er að nú mun hvor fara í sína átt: Við vitum báðir um hvað málið snýst. Þetta er stund sem kemur og fer, fýkur með vindinum og kemur aftur eins og haustlaufin og hugsjónirnar, ástin sem öllu ræður en engu stjórnar nema okkur sem vitum ekki neitt nema að bráðum fer að dimma þó að eilífðin búi áfram í dögunum. (276) Soffía Auður Birgisdóttir Hvað gerir maður ekki fyrir þessar mæður? Yrsa Þöll Gylfadóttir: Móðurlífið, blönduð tækni. Bjartur 2017. 264 bls. Snemma í skáldsögunni Móðurlífið, blönduð tækni eftir Yrsu Þöll Gylfadótt- ur spyr hinn tvítugi Bjarni, um leið og hann færir Kamillu móður sinni kon- jaksfyllt súkkulaði úr fríhöfninni: „Hvað gerir maður ekki fyrir þessar mæður.“ (11) Þarna er orðuð ein af grundvallarspurningum sögunnar sem fjallar meðal annars um það hversu langt Kamilla er reiðubúin að ganga til að fegra ímynd sinnar eigin móður, framúrstefnulistakonunnar Sirríar, sem lést fyrir sextán árum úr alls kyns áfengistengdum sjúkdómum, eins og það er orðað (99). Listasafn Reykjavíkur hefur haft samband við Kamillu vegna yfirlitssýningar sem safnið hyggst halda á verkum Sirríar; safnið „vildi heiðra listakonuna með stórri sýningu og útgáfu bókar í tilefni af því að fimmtíu ár væru liðin frá fyrstu sýningu hennar í Listamannaskálanum“ (8). Listfræð- ingur safnsins, Þórey, leitar liðsinnis Kamillu við að hafa upp á verkum eftir Sirrí og öðrum gögnum sem gætu hjálp- að til við að varpa ljósi á lífsferil hennar. Fljótlega kemur í ljós að Sirrí er ein þeirra ‚slæmu‘ mæðra sem hefur tekið listina fram yfir börnin sín tvö, Kamillu og Gústa, og yfirgefið þau á barnsaldri. Að auki hefur hún lifað skrautlegu lífi í uppreisn gegn hefðbundnu siðferði og smáborgaralegum leikreglum. Í upphafi virðist sem Kamilla hafi (með aðstoð sál-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.