Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 130
U m s a g n i r u m b æ k u r
130 TMM 2018 · 2
eða sögumaður, sem tengir allt saman í
eina heild.
Í upphafi var hér vitnað til tveggja
ljóðrænna textabúta, en miklu væri
hægt að bæta við. Ýmsar athugasemdir
eru í senn sjálfsögð speki og spaugileg:
„Sumir segja að á þessum tíma hafi allt
verið miklu einfaldara en það er nú. Það
er ekki alfarið rétt“ (262). Þetta er í anda
þeirra alþýðlegu sögumanna sem einatt
hafa fyrirvara á flestum ályktunum.
Nær sögulokum hefur Einar aftur
minnt stuttlega á Hamsun og Pan, og
hann lætur sögu sinni ljúka að hausti:
Þessi saga hófst á sumri, á eilífu sumri,
en nú var haust og sumrinu að ljúka. Svöl
gola lék um loftið og haustsólin lýsti upp
húsveggina. Eitt sinn ætlaði ég að láta
mig flýja og skrifa sögu með hryllilegum
endalokum. Allt þurfti að enda illa, en ég
er fyrir löngu kominn yfir slíkar bábiljur.
(273)
Þótt sagan endi í sjálfu sér vel, ef að því
væri spurt, minnir sögumaðurinn
okkur þó á, í lokaorðum sínum, að
sögur einstaklinganna fara á einn veg en
lífið heldur áfram. Halli situr með vin-
inum Jonna. Þeir hafa hist á óvæntum
stað, en ljóst er að nú mun hvor fara í
sína átt:
Við vitum báðir um hvað málið snýst.
Þetta er stund sem kemur og fer, fýkur
með vindinum og kemur aftur eins og
haustlaufin og hugsjónirnar, ástin sem
öllu ræður en engu stjórnar nema okkur
sem vitum ekki neitt nema að bráðum
fer að dimma þó að eilífðin búi áfram í
dögunum. (276)
Soffía Auður Birgisdóttir
Hvað gerir
maður ekki fyrir
þessar mæður?
Yrsa Þöll Gylfadóttir: Móðurlífið, blönduð
tækni. Bjartur 2017. 264 bls.
Snemma í skáldsögunni Móðurlífið,
blönduð tækni eftir Yrsu Þöll Gylfadótt-
ur spyr hinn tvítugi Bjarni, um leið og
hann færir Kamillu móður sinni kon-
jaksfyllt súkkulaði úr fríhöfninni:
„Hvað gerir maður ekki fyrir þessar
mæður.“ (11) Þarna er orðuð ein af
grundvallarspurningum sögunnar sem
fjallar meðal annars um það hversu
langt Kamilla er reiðubúin að ganga til
að fegra ímynd sinnar eigin móður,
framúrstefnulistakonunnar Sirríar, sem
lést fyrir sextán árum úr alls kyns
áfengistengdum sjúkdómum, eins og
það er orðað (99). Listasafn Reykjavíkur
hefur haft samband við Kamillu vegna
yfirlitssýningar sem safnið hyggst halda
á verkum Sirríar; safnið „vildi heiðra
listakonuna með stórri sýningu og
útgáfu bókar í tilefni af því að fimmtíu
ár væru liðin frá fyrstu sýningu hennar
í Listamannaskálanum“ (8). Listfræð-
ingur safnsins, Þórey, leitar liðsinnis
Kamillu við að hafa upp á verkum eftir
Sirrí og öðrum gögnum sem gætu hjálp-
að til við að varpa ljósi á lífsferil hennar.
Fljótlega kemur í ljós að Sirrí er ein
þeirra ‚slæmu‘ mæðra sem hefur tekið
listina fram yfir börnin sín tvö, Kamillu
og Gústa, og yfirgefið þau á barnsaldri.
Að auki hefur hún lifað skrautlegu lífi í
uppreisn gegn hefðbundnu siðferði og
smáborgaralegum leikreglum. Í upphafi
virðist sem Kamilla hafi (með aðstoð sál-