Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 132
U m s a g n i r u m b æ k u r 132 TMM 2018 · 2 kippir af og til í spottann til að ná jarð- tengingu“ (50). Þá vitnar systir hennar, Kristín, um að þegar Sirrí sneri að lokum heim hafi hún verið „að þrotum komin á líkama og sál, þjökuð af sektar- kennd og sjálfshatri“ og jafnframt „aðframkomin á taugum af geðveiki, drykkju og hamslausri ástarsorg“ (68). Síðustu orðin setja stórt spurningar- merki við val listakonunnar; var það kannski vegna ástarinnar – fremur en listarinnar – sem hún yfirgaf börn sín? Mæður og dætur Samband mæðra og dætra er einnig efni sem skýtur upp kollinum aftur og aftur í bókmenntum og virðist með flóknustu samböndum sem um getur. Mamma skilur allt (1950) er heiti á klassískri íslenskri barnabók eftir Stefán Jónsson og tilheyrir bókaflokknum um Hjalta litla. Þótt vera kunni að þessi titill sé írónískur hjá Stefáni virðist sem slíkt viðhorf gildi helst þegar um samband móður og sonar að ræða – í tilviki dætr- anna mætti vísa í eina af bókum Ragn- heiðar Jónsdóttur sem bera undirtitilinn Úr minnisblöðum Þóru frá Hvammi þar sem aðalpersónan staðhæfir: „Mamma skilur ekkert“ (Ég á gull að gjalda, 1954) og mætti yfirfæra á margar lýsingar bókmennta á sambandi mæðra og dætra. Minna má á hina djúpsæju og flóknu mynd af mæðgnasambandinu í Sölku Völku Halldórs Laxness (1931– 1932) þar sem samband Sölku og Sigur- línu myndar helsta burðarás frásagnar- innar og líf dótturinnar virðist lengst af snúast um að skilja sig frá móðurinni og afneita kvenhlutverkinu. Svo vill til að þetta þema, þ.e. flókin sambönd mæðra og dætra, sem og mæður sem bregðast, er einkar áberandi í nýlegum íslenskum skáldverkum. Hér má, auk Móðurlífsins, blandaðrar tækni, til dæmis nefna skáldsöguna Elínu, ýmislegt eftir Krist- ínu Eiríksdóttur sem lýsir tveimur flóknum mæðgnasamböndum og ljóða- bækurnar Dauðinn í veiðarfæraskúrn- um eftir Elísabetu Jökulsdóttur og Slit- förin eftir Fríðu Ísberg sem hnitast um mæðgnasambönd, svo bara sé bent á bækur sem komu út á síðasta ári. Þá fjallar Saga Ástu eftir Jón Kalman Stef- ánsson meðal annars um móður sem yfirgefur börn sín og afleiðingar þess. Í Móðurlífið, blönduð tækni er mæðgnasambandið í raun aðaldrif- kraftur frásagnarinnar. Þótt frásögnin snúist á yfirborðinu um stöðu listakon- unnar Sirríar, í fortíð og nútíð, þá er það afstaða Kamillu til móður sinnar, og til- finningar hennar í garð móður sinnar, sem búa í djúpgerð frásagnarinnar, þrýsta stöðugt á og ógna hinu yfirborðs- lega jafnvægi. Það er sá þáttur frásagn- arinnar sem býr yfir mestum mótsögn- um og afhjúpast smátt og smátt. Minna má á að frásögnin er römmuð inn af tveimur myndum af Sirrí: Í upphafs- málsgrein sögunnar lýsir Kamilla móður sinni sem eins konar „femme fatale“ týpu sem má ekki vera að því að gefa barni sínu hafragraut og virðist á leið í einhvers konar geðrofsástand. Í bókarlok gengur Kamilla inn á sýning- una í Listasafni Reykjavíkur og „star- andi augnaráð listamannsins [fylgir] henni eftir, leitandi og ákallandi“ (264). Kamilla lítur undan þessu augnaráði, enda með margt á samviskunni þegar þarna er komið sögu. Vanrækt börn og vanþroska fullorðnir Persónulýsingar bókarinnar eru flestar mjög vel unnar frá hendi höfundar og sálfræðilega trúverðugar. Sérstaklega á þetta við í tilviki systkinanna Kamillu og Gústa. Í upphafi lítur út fyrir að þau standi fyrir ólíka úrvinnslu á erfiðri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.