Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 139
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 2 139 við óp Kolbrúnar sem hafði lagt sig í lautu og hrokkið upp við að heyra hlát- ur og þegar hún rís upp sér hún litla skuggaveru: „Veran er dvergur eða krakki, vafin í svört klæði. Hún horfir á Kolbrúnu með ósýnilegum augum, svo stekkur hún af stað og hoppar eða flýg- ur þvers og kruss um gilið. Hún birtist hér og hvar en hverfur þess á milli, eins og hún stökkvi inn og út um göt á til- verunni“ (177). Timmi trúir ekki sögu Kolbrúnar en þykist þó leita að verunni: „„Halló?“ segir hann í gríntóni. „Er ein- hver hér? Svartklæddir dvergar vinsam- legast gefi sig fram við ferðalang!“ Hann brosir að eigin fyndni“ (189). En svo sér hann dys og í henni „klæði, eldgamalt og morkið. […] Undir klæðinu er lítil hauskúpa, brún á lit með myrkur í augnastað“ (190–91). Eftir þetta versnar í þessu þegar vonda ferðalagi, Timmi slasar sig, þau eru villt og hrakin og tækin bregðast. Að sjálfsögðu skellur á þoka og það er þá sem þau finna loks áfangastaðinn, húsið „sem flöktir innan í þokunni“ (199). Þar með eru örlög þeirra ráðin, því í húsinu er reimt, þar búa útburðir. Tímóteus ræður ekki við ástandið en Kolbrún tekur glöð að sér móðurhlutverkið. Síðasti kaflinn er svo einskonar eftir- máli sem bætir aukalykkju í fléttuna, en þar fær útgefandi í hendur handrit sem segir sögu ungs pars sem leitar að eyði- býli á Melrakkasléttu. Þegar hann kemur til Kópaskers fregnar hann af ferðum Kolbrúnar og Timma. Einnig er honum sögð saga gamallar konu sem einnig hét Kolbrún og fannst óvænt á heiðinni áratugum fyrr, þegar hún var lítil stúlka, en hvarf sama dag og hjúin lögðu af stað. Hann reynir að grafast frekar fyrir um málið, en draugasagan teygir anga sína víða. Stefán Máni notar íslenska náttúru sem bakgrunn á sama hátt og þjóð- sagnaþulir fyrri tíma. Nýjasta tækni og vísindi leika svo sitt hlutverk þegar í ljós kemur að tækin eru bæði næm og biluð – GPS-hnitin ná að vísa leiðina inn í handanheima, en þaðan er svo ekki hægt að komast. Hefðbundin andstæða borgar og náttúru, nýrra tíma og gam- alla, er sviðsett með tilheyrandi róman- tískri sýn á auðn og einangrun, sem síðan reynist fallvölt. Auðnin er heimili þjóðsögunnar og óvætta hennar af ýmsu tagi, einangrunin tryggir áframhaldandi tilvist þeirra. Eyðibýlið geymir minn- ingar kynslóðanna, sögunnar og sagn- anna og þær minningar eru svo það sem halda því við. Þessi sagnahefð öðlast nýtt líf í Skuggunum og þannig eru búnar til nýjar minningar til að manna auðnina. Jórunn Sigurðardóttir Stigagangur lífsins: Dæmisaga Friðgeir Einarsson: Formaður húsfélags- ins. Benedikt 2017. 208 bls. Formaður húsfélagsins er ekki beinlínis réttnefni á þessari fyrstu skáldsögu Friðgeirs Einarssonar. Sagan fjallar ekki um formann húsfélags, þessarar mikil- vægu en oft svo óþolandi stofnunar í fjölbýlishúsum. Og eftir því sem best verður séð þá bærast heldur engar þrár til slíkra metorða í brjósti unga manns- ins sem sagan greinir frá né kannski nokkrar aðrar þrár. Að því leyti er hér á ferð erkitýpa nútímamannsins, sam- tímamannsins, þessarar mannveru sem á 21. öldinni tekst á við heim á fallanda fæti sem um leið er heimur allsnægta og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.