Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 142

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 142
U m s a g n i r u m b æ k u r 142 TMM 2018 · 2 ein. Stundum fær ungi maðurinn reyndar það hlutverk að vera „fundar- kjöt“, það gerir sig gagnvart viðskipta- vinum stofunnar að hafa fleiri með á kynningarfundum, þá gengur betur að selja auglýsingarnar. Það kemur fyrir að ungi maðurinn dregur ályktanir af því sem fyrir eyru hans og augu ber og sem beina hugsun lesandans í ákveðna átt. Tiltölulega snemma í sögunni lýsir hann til dæmis útsýninu af svölum íbúðar sinnar: „[F]yrir utan fjöllin er ekkert að sjá nema ferkantaðar byggingar, hver um sig fylgsni fyrir hundruð manna. Fyrir framan mig eru mörg þúsund mann- eskjur sem sjást ekki“ (26). Og það er einmitt það sem bókin Formaður hús- félagsins fjallar um, þessar þúsund manneskjur sem sjást ekki, eru einfald- lega heima hjá sér. Eitt fyrsta samtal hins verðandi kærustupars snýst um kvikmyndahandrit sem hún hafði fyrir margt löngu byrjað að skrifa og fjallaði „um fólk sem er mest heima hjá sér,“ og hún er ekki viss um að fólk hafi áhuga á slíku. Og ungi maðurinn svarar fyrir hönd þeirra lesenda sem þessi látlausa saga fangar: „Stundum er fólk forvitið um hvað annað fólk er að gera heima hjá sér“ (69). Stundum nægir það þó ekki lesendum og þeir henda þessari bók frá sér af því að í henni gerist ekki neitt. Í sögunni er ekki að finna áhugaverðar persónur að gera áhugaverða hluti og þar verða hvorki skil né hvörf sem breyta framvindunni eða með orðum söguhetjunnar: „Á stað eins og þessum gerast breytingar svo hægt að maður tekur ekki eftir þeim“ (59). En hvernig sjást manneskjur, ein eða þúsund, sem allar líkt og ungi maður- inn, stíga skrefin hvern dag fram úr rúminu og sameinast straumi allra hinna, sveigja hjá hindrunum, staldra við endrum og sinnum, sýna kurteisi og bregðast við. Halda áfram að vinna, lesa, iðja, eins og skáldið ráðlagði forðum. Skáldsagan Formaður húsfélagsins setur ekki fram stórar spurningar um tilgang eða uppreisn gegn hinu viðtekna. Hér er ekki teiknað upp sögulegt samhengi söguhetju sem á sér stóra drauma eða markmið sem hún fylgir eftir og ganga upp eða ekki. Fyrir kemur að minnst er á að eitthvað hafi verið öðruvísi áður og gefur lesandanum tilfinningu fyrir for- tíð án þess að hún skipti máli. Þegar eldur kemur upp í bláu sjoppunni og hún brennur til grunna hefur það engar afleiðingar: „Það eina sem minnir á að hér hafi verið hús er dökk möl sem myndar útlínur undirstaðnanna í jörð- inni, eins og nýtekin gröf“ (97). Ekkert í þessari sögu leiðir beinlínis af öðru held- ur er einmitt undirstrikað hversu enda- sleppar flestar athafnir okkar eru, hversu ótengdar og oftar en ekki áhrifalausar. Má í því samhengi benda á dásamlega hliðarsögu af lesbíuparinu á hæðinni fyrir ofan. Parinu fylgir ungur sonur og hefur faðir hans verið til vandræða þar sem hann á við geðræna erfiðleika að stríða. Um jólin ákveður lesbíuparið að fara út á land en vill ekki að faðir drengsins viti af því og elti litlu fjöl- skylduna uppi. Það þurfi því að líta út fyrir að konurnar séu heima í íbúðinni að halda jól. Ungi maðurinn tekur að sér verkefnið, hann fer reglulega upp, kveik- ir og slekkur ljósin í samræmi við venjur íbúanna sem hann auðvitað þekkir af hljóðunum sem borist hafa frá íbúðinni. Hann kaupir meira að segja seríur og síðar jólatré sem hann skreytir svo að gervi hamingjuríkra jóla í íbúðinni sé fullkomnað (145–150). Sambýliskonan vænir hann um framhjáhald vegna tíðra fjarvista úr þeirra sameiginlegu tilveru þegar hann hverfur til þess að skapa til- veru annarra trúverðuga ásýnd. Ekkert
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.