Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 143
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 2 143 af þessu skiptir þó máli fyrir framvindu sögunnar eða þróun sambands persón- anna. Þessi skondna hliðarsaga verður hins vegar nokkurs konar speglun þeirr- ar rannsóknar sem skáldsaga Friðgeirs felur í sér, þar sem ekki minni spurninga er spurt en hvað sé raunverulega raun- veruleiki og hvað einfaldlega tilbúning- ur, einber ásýnd. Vinna unga mannsins á auglýsingastofunni er augljóslega ásýnd, bakgrunnsleikurinn líka og það að ungi maðurinn geti að tökum loknum farið heim til sín í búningnum sem hlut- verkið krafðist undirstrikar óræð mörk ásýndar og veruleika Konur og karlar gegna ólíkum hlut- verkum í þessari sögu. Konur eru áhrifavaldar í lífi unga mannsins, þær eru það afl sem drífur hlutina áfram, markar jafnvel einhvers konar hvörf, að minnsta kosti þarf hann að bregðast við. Karlarnir í lífi hans skipa fyrir, spyrja spurninga sem ekki er nauðsynlegt að svara og þeir framkvæma, skipta um perur, moka tröppur. Þeir vilja fá að vinna verk sín í friði um leið og þeir kvarta stöðugt yfir því að enginn geri neitt nema einmitt þeir sjálfir og síðan detta þeir niður dauðir. Ég minnist aðeins eins einasta skiptis að ungi maðurinn taki af skarið, setji fram kröfu: sambýliskonan skal hætta að segja honum frá draumförum sínum nema „eitthvert aðalatriði“, eitthvað sem hafi sérstaka þýðingu fyrir hann (151). Lesandinn hrekkur í kút við svo afger- andi framkomu enda biðst ungi maður- inn strax afsökunar og síðan ekki sög- una meir. Formaður húsfélagsins eftir Friðgeir Einarsson er þroskasaga þar sem enginn þroskast, allra síst ungi maðurinn, sem í upphafi er staddur á byrjunarreit nýs kafla í lífinu, kaflans eftir K. Í lokin skiptir K. og það sem hún er að gera og hvar ekki lengur máli. Hann spyr sig þó hvað hefði orðið ef þau hefðu haldið áfram að vera saman, ef þau hefðu farið inn í framtíðina um sömu dyrnar af þeim fjölmörgu sem þangað liggja (204– 205). Þannig séð er Formaður húsfélags- ins kannski líka ástarsaga þótt ást sé eftir því sem ég best man aldrei nefnd né gerð tilraun til að lýsa þessari djúp- stæðu tilfinningu samdráttar og sam- einingar. Aðeins merkingarbærar birt- ingarmyndir afleiðinganna komast að. Það fæðist barn, dóttir, það þarf að vinna fyrir fjölskyldunni, kaupa inn, stækka við sig og ferðast um landið. Frá- sögnin af tjaldferðalagi fjölskyldunnar opnar litla glufu inn í önnur og sam- bærileg samfélög fyrirframgefinna mynstra samfélagsins við fjölbýlishúsið og spurt er: Getur einhvern tíma eitt- hvað breyst? Eru hlutverk kynjanna til að mynda óumbreytanleg eða er munur- inn á karli og konu í raun léttvægur og tilviljun háð hvorum megin hryggjar einstaklingur lendir? (163) Undir lok bókarinnar er ungi maður- inn líkt og í upphafi hennar aleinn í íbúð sinni í fjölbýlishúsinu, þessu íláti einsleitni og endurtekningar lífsins, og líkt og í upphafinu gengur hann út í trjálund við húsið. Skyndilega birtast tveir óttaslegnir unglingar, stelpa og strákur, nýtt upphaf vegferðarinnar til hins venjubundna tvíeina lífs sem síðar á eftir að verða hluti af nýjum samtíma. Þessir unglingar í skóginum halda að þeir hafi séð draug. Formaður húsfélagsins er önnur bók Friðgeirs en hann starfar einnig sem sviðslistamaður í leikhópnum Kriðpleir. Báðar bækurnar segja frá fólki við hversdagslegar aðstæður, einkum ungum mönnum þótt konur séu í for- grunni nokkurra sagna í smásagnasafn- inu. Nákvæmar lýsingar á umhverfi og aðstæðum persónanna í báðum þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.