Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 143
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2018 · 2 143
af þessu skiptir þó máli fyrir framvindu
sögunnar eða þróun sambands persón-
anna. Þessi skondna hliðarsaga verður
hins vegar nokkurs konar speglun þeirr-
ar rannsóknar sem skáldsaga Friðgeirs
felur í sér, þar sem ekki minni spurninga
er spurt en hvað sé raunverulega raun-
veruleiki og hvað einfaldlega tilbúning-
ur, einber ásýnd. Vinna unga mannsins
á auglýsingastofunni er augljóslega
ásýnd, bakgrunnsleikurinn líka og það
að ungi maðurinn geti að tökum loknum
farið heim til sín í búningnum sem hlut-
verkið krafðist undirstrikar óræð mörk
ásýndar og veruleika
Konur og karlar gegna ólíkum hlut-
verkum í þessari sögu. Konur eru
áhrifavaldar í lífi unga mannsins, þær
eru það afl sem drífur hlutina áfram,
markar jafnvel einhvers konar hvörf, að
minnsta kosti þarf hann að bregðast við.
Karlarnir í lífi hans skipa fyrir, spyrja
spurninga sem ekki er nauðsynlegt að
svara og þeir framkvæma, skipta um
perur, moka tröppur. Þeir vilja fá að
vinna verk sín í friði um leið og þeir
kvarta stöðugt yfir því að enginn geri
neitt nema einmitt þeir sjálfir og síðan
detta þeir niður dauðir.
Ég minnist aðeins eins einasta skiptis
að ungi maðurinn taki af skarið, setji
fram kröfu: sambýliskonan skal hætta
að segja honum frá draumförum sínum
nema „eitthvert aðalatriði“, eitthvað sem
hafi sérstaka þýðingu fyrir hann (151).
Lesandinn hrekkur í kút við svo afger-
andi framkomu enda biðst ungi maður-
inn strax afsökunar og síðan ekki sög-
una meir.
Formaður húsfélagsins eftir Friðgeir
Einarsson er þroskasaga þar sem enginn
þroskast, allra síst ungi maðurinn, sem í
upphafi er staddur á byrjunarreit nýs
kafla í lífinu, kaflans eftir K. Í lokin
skiptir K. og það sem hún er að gera og
hvar ekki lengur máli. Hann spyr sig þó
hvað hefði orðið ef þau hefðu haldið
áfram að vera saman, ef þau hefðu farið
inn í framtíðina um sömu dyrnar af
þeim fjölmörgu sem þangað liggja (204–
205). Þannig séð er Formaður húsfélags-
ins kannski líka ástarsaga þótt ást sé
eftir því sem ég best man aldrei nefnd
né gerð tilraun til að lýsa þessari djúp-
stæðu tilfinningu samdráttar og sam-
einingar. Aðeins merkingarbærar birt-
ingarmyndir afleiðinganna komast að.
Það fæðist barn, dóttir, það þarf að
vinna fyrir fjölskyldunni, kaupa inn,
stækka við sig og ferðast um landið. Frá-
sögnin af tjaldferðalagi fjölskyldunnar
opnar litla glufu inn í önnur og sam-
bærileg samfélög fyrirframgefinna
mynstra samfélagsins við fjölbýlishúsið
og spurt er: Getur einhvern tíma eitt-
hvað breyst? Eru hlutverk kynjanna til
að mynda óumbreytanleg eða er munur-
inn á karli og konu í raun léttvægur og
tilviljun háð hvorum megin hryggjar
einstaklingur lendir? (163)
Undir lok bókarinnar er ungi maður-
inn líkt og í upphafi hennar aleinn í
íbúð sinni í fjölbýlishúsinu, þessu íláti
einsleitni og endurtekningar lífsins, og
líkt og í upphafinu gengur hann út í
trjálund við húsið. Skyndilega birtast
tveir óttaslegnir unglingar, stelpa og
strákur, nýtt upphaf vegferðarinnar til
hins venjubundna tvíeina lífs sem síðar
á eftir að verða hluti af nýjum samtíma.
Þessir unglingar í skóginum halda að
þeir hafi séð draug.
Formaður húsfélagsins er önnur bók
Friðgeirs en hann starfar einnig sem
sviðslistamaður í leikhópnum Kriðpleir.
Báðar bækurnar segja frá fólki við
hversdagslegar aðstæður, einkum
ungum mönnum þótt konur séu í for-
grunni nokkurra sagna í smásagnasafn-
inu. Nákvæmar lýsingar á umhverfi og
aðstæðum persónanna í báðum þessum