Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 144
U m s a g n i r u m b æ k u r
144 TMM 2018 · 2
bókum, með gloppunum sem áður var
minnst á, skekkja viðtekið vægi milli
annars vegar þess stóra og mikilsverða
sem markar skilin, skýringarnar og
sögulegar forsendur í lífinu og í skáld-
sögum og hins vegar tilviljunarkenndra
og kunnuglegra smáatriða sem tíunduð
eru og skapa hið raunverulega líf, alvöru
sögu hvers og eins. Þessi frásagnarháttur
skapar fjarlægð á söguefnið, háðskan
tón, skrýtlukenndan á stundum, þar
sem ævinlega er stungið undan vænt-
ingum lesandans með viðsnúningi á
hinum dramatíska lokahnykk hverrar
stakrar frásagnar sem ungi maðurinn
gefur lesendum hlutdeild í. Drepfyndin
saga um allt venjulega fólkið í blokkinni
sem er lífið sjálft og samfélagið.
Höfundar efnis
Anton Helgi Jónsson, f. 1955. Skáld.
Auður Styrkársdóttir, f. 1951. Doktor í stjórnmálafræði og nemandi í ritlist.
Bjarni Bernharður, f. 1950. Skáld. Hann hefur þegar gefið út þrjár bækur í ár sem eru
Glerhamur ljóss og skugga, Maður á moldu og LSD-lykillinn.
Einar Már Jónsson, f. 1942. Sagnfræðingur og pistlahöfundur í TMM.
Fríða Ísberg, f. 1992. Skáld. Nýjasta bók hennar er Slitförin frá 2017.
Guðmundur Andri Thorsson, f. 1957. Rithöfundur og þingmaður.
Hallfríður J. Ragnheiðardóttir, f. 1942. Íslenskufræðingur. Árið 2016 kom út eftir
hana bókin Quest for the mead of poetry: menstrual symbolism in Icelandic folk and
fairy tales.
Hjalti Þorleifsson, f. 1989. Bókmenntafræðingur.
Jórunn Sigurðardóttir, f. 1954. Bókmenntafræðingur og útvarpsmaður.
Karl Ágúst Úlfsson, f. 1957. Leikari, leikskáld og rithöfundur. Nýjasta verk hans er Í
skugga Sveins sem Gaflaraleikhúsið frumsýndi í febrúar í ár.
Kristian Guttesen, f. 1974. Skáld. Nýjasta bók hans er Hendur morðingjans frá 2016.
Kristín Ómarsdóttir, f. 1962. Skáld og rithöfundur.
Maríanna Clara Lúthersdóttir, f. 1977. Bókmenntafræðingur og leikkona.
Ólafur Jóhann Ólafsson, f. 1962. Rithöfundur og aðstoðarforstjóri hjá Time Warner í
New York. Nýjasta skáldsaga hans er Sakramentið frá 2017.
Sigríður Jónsdóttir, f. 1964. Bóndi og skáld. Síðasta bók hennar er Undir ósýnilegu tré,
2013.
Snorri Páll Jónsson, f. 1987. Lausamaður. Ljóðabókin Lengist í taumnum kom út 2014.
Soffía Auður Birgisdóttir, f. 1959. Fræðimaður á Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á
Höfn í Hornafirði.
Sölvi Björn Sigurðsson, f. . Rithöfundur og þýðandi. Nýjasta skáldsaga hans er
Blómið: saga um glæp frá 2016.
Úlfhildur Dagsdóttir, f. 1968. Bókmenntafræðingur.
Valur Gunnarsson, f. 1976. Rithöfundur. Nýjasta skáldsaga hans er Örninn og fálkinn
frá 2017.
Vésteinn Ólason, f. 1939. Fv. prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum.
William Butler Yeats, 1865–1939. Þjóðskáld Íra.
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, f. 1991. Skáld og rithöfundur. Árið 2016 kom út eftir
hann bókin Draumar á þvottasnúru.
Þórhildur Ólafsdóttir, f. 1953. Fv. framkvæmdastjóri hjá Evrópuráðinu.