Ófeigur - 15.08.1950, Side 4

Ófeigur - 15.08.1950, Side 4
4 ÓFEIGUR beint framlag Bandaríkjanna til íslands 65 milljónir króna árlega í fjögur ár. Þessi Marshall-gjöf til ís- lands er þungbærari fyrir stjórnina í Washington held- ur en endurgreiðsla á tollum af innflutttum íslenzkum vörum til Bandaríkjanna samkvæmt tillögu minni. Og miklu myndi það vera ánægjulegra fyrir íslenzku þjóð- ina, að vera sjálfbjarga í fjárhagsmálefnum og búa við öruggan markað, en að þiggja óverðskuldaða hall- ærishjálp frá framandi þjóð. Á íslandi eru nógir land- kostir og nóg af vel verkhæfum mönnum til að afla. allri þjóðinni lífsnauðsynja. Þrátt fyrir hina stórfelldu Marshallhjálp, er ekki sýnilegt annað en að hallæri vofi yfir landi og þjóð að tveim árum liðnum, þegar hinn samningsbundni gjafatími er á enda. Forráðamenn Islendinga hafa ekki notað stríðsgróðann eða gjafirn- ar á þann hátt, að minnsta trygging sé fyrir að þjóðar- búskapurinn beri sig eftir 1952. Aukin raforka frá. Soginu og Laxá er að vísu eftirsóknarverð. Þessar virkj- anir skapa augnabliksatvinnu fyrir allmarga menn og aukin þægindi fyrri nokkurn hluta þjóðarinnar. En svo erfitt er um leiðslur frá þessum rafstöðvum, að enn eru ekki nema sárfá sveitaheimili í Árnes- og Þing- eyjarsýslum, sem njóta góðs af hinum eldri rafveit- um við Sogið og Laxá. Og þeir fáu bændur, sem hafa fengið raforku á heimili sín, geta naumast risið undir kostnaðinum, bæði til almennra nota og nauðsynlegr- ar iðju, eins og heyverkunar. Islenzku þjóðina vantar raunverulega ekkert nema markaði með hömlulausum söluskilyrðum, til þess að atvinna, verzlun og menn- ingarlíf geti dafnað með eðlilegum hætti. Þessi að- staða stóð til boða, en var neitað af stjórnarvöldum landsins og Alþingi. 1946. Nú hafa afleiðingar þessara fávíslegu athafna þjóðarleiðtoganna komið í ljós. Þrátt fyrir stórkostlegar gjafir Ameríkumanna undanfarin ár, skortir allan þorra manna venjuleg lífsgæði vest- rænna menntaþjóða. Hér vantar tímunum saman jafn- vel einföldustu hreinlætisvörur eins og sápu; auk þess lampaglös, perur í venjulega lampa og sæmileg rak- blöð. En af öðrum nauðsynlegum vörutegundum fata- efni, byggingarvörur, vélar og vélahluti, auk margra hversdagslegra fæðutegunda, svo að ekki sé talið fleira^ Einn af greindustu mönnum sem nú á sæti á þingi sagði nýlega, að ef ekki hefði komið hin óvænta Mar-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.